Stétt með stétt - 01.05.1941, Síða 9

Stétt með stétt - 01.05.1941, Síða 9
STÉTT MEÐ STÉTT 5 Störf sjálfstæðiSYerkafflanna innan Dagsbrnnar Eftir Axel GuðmuDdsson Á undanförnum þremur árum hefir allt viðhorf til verkalýðsmálanna tek- ið stórfelldum breytingum hér á landi og er sú breyting fyrst og fremst að þakka því ótrauða og ötula starfi er sjálfstæðisverkamenn hér í Rvík og annarsstaðar á landinu hafa unnið að. Og beinist þá starf þeirra aðallega að því marki að útrýma þeirri órétt- látu einræðis og kúgunarstefnu, er þeir menn, sem kölluðu sig framverði og bjargvætti verkalýosmálanna sköpuðu og beittu á þeim flokki verkamanna, sem ekki vildu án allra skilyrða skrifa nafn sitt á hið rauða plagg Alþýðuflokksins oig þar með selja honum alla sína sannfæringu, til eigin afnota, fyrir flokksleiðtogana í komandi framtíð. Stór hópur verka- miklu alvarlegri hömlur en sambands- sáttmálinn við Dani, sem raunveru- lega er niður fallinn. Meðan svo er, sýnist því ýmsum naumast, tímabært. að gera samþykktir, er á því hvíla, að þjóðin þegar hafi fullt frelsi bæði að lögum og í framkvæmd. Gæti þó verið ástæða til þess, ef með því væri betur tryggt en ella framtíðarfrelsi þjóðarinnar. Telja ýmsir að svo sé, þar sem þá væri eindregin, viljayfir- lýsing hennar um framtíðarskipun þá, er hún kýs sér, fyrir hendi, og auðsætt réttarbrot, ef að hernáminu loknu ætti á ný að neyða hana til sam- bands við annað ríki. Er óneitanlega töluvert til í þessum rökurn, og má vel svoi fara, að játa verði þau rétt. Enn sem komið er vegur þó. mjög á móti þeim sú staðreynd, að yfir- lýsingar Islendinga sjálfra um fullt frelsi stoða lítið, ef aðrar þjóðir vilja ekki viðurkenna það. En ætla verð- ur, að sú viourkenning fáist síður meðan landið er hernumið. Er því ærið hæpið, að það horfi til aukins frelsis að ákveða nú endanlega stjórn- arskipun, landsins. En þau atvik, sem hm þetta ráða úrslitum, geta þá og þegar breyst, og er því mesta, óráð að binda sig við ákveðili tímamörk í þessu efni. Umfram allt má þó aldrei afsala neinum þeimi rétti, sem þegar er á- unninn, né hvika frá því takmarki að koma hér á alfrjálsu lýðveldi, svo fljótt sem auðið er. Bjarni Benediktsson,

x

Stétt með stétt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.