Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 14

Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 14
10 STÉTT MEÐ STÉTT flokksbræður sína úr verkamanná- stétt, að standa við hlið þeirra, þegar á rétti þeirra hafði verið gengið. Þeir eiga þá líka sinn drjúga þátt í því brautargengi, sem auðkennt hefur baráttu sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, allt fram á þennan dag. Það hefur verið reynt til þess, af andstæöingum S j álfstæðisf lokksins, að tileinka ýmsum leiðandi mönnum flokksins það brautryðjendastarf, sem stofnun M. f. öðinn skapaði innan verkalýðshreyfingarinnar. . En sú skýring er vitanlega alröng. Vakning- in kom ekki ofan að frá fliokk.sforust- unni, heldur frá verkamönnunum sjálfum; eins og hefir verið um öll önnur samtök verkamanna, þó aðrir hafi viljað eigna sér heiðurinn af þeirra störfum. En ef til vill er það einmitt þessi skapandi fórnfýsi sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, sem átt hefur sterkasta þáttinn í hinni sigursælu baráttu þeirra. M. f. öðinn er stærsta og elzta mál- fundafélag sjálfstæðisverkamanna og sjómanna h,ér á landi. Það var stofn- að 29. marz 1938 og voru stofnend- ur þess aðeins 36 að tölu. Var það ekki stór hópur, þegar þess er gætt, að V. M. F. Dagsbrún taldi þá yfir 2000 félaga og Sjómannafélag Reykjavíkur um 1200—1400 félaga, en innan þessara tveggja verkalýðs- félaga var meðlimnm M. f. Öðins upp- haflega ætlað að s-tarfa. Það var því full ástæða til að ætla, að löng leið væri framundan, unz fyrsta áfangan- u-m yrðii náð, hvað þá lokatakmarkinu. En þó aðeins þetta eitt sýni glögg- lega, hversu hlægilega bjartsýnir þeir menn hafi verið, sem sátu stofnfund M. f. öðinn, þá voiru þó ýmsir aðrir örðugleikar varðandi þessa baráttu, sem kröfðust, enn mei-ra þreks og á- ræðis en hinar framanskráðu tölur fela í sér. Er þar fyrst að nefna það andrúmsloft, sem á þessum tíma var ríkjandi. innan verkalýðsfélaganna, eftir margra ára pólitískan áróður rauöliða. En V. M. F. Dagsbrún hafði, eins og kunnugt er, um mörg ár ver- ið höfuðvígi aocialista hér á landi, og sterkasti þátturinn í hinni pólitísku baráttu þeirra. Það mátti því í raun og sannleika kalla það fullkomna of- dirfsku, að ætla sór að standa upp á fundi í því félagi og tala þar máli Sjálfstæðisflokksins, Þó hefði það að vísu verið nokkur bót í máli, ef hér heföi verið um þjálfaða og harð- skeytta mælskumenn að ræða og and- stæðingarnir verið stirðmæltir og ó- menntaði-r verkamenn. En þetta var nú ei-nmitt alveg gagnstætt. Þeir verkamenn og sjómenn, sem stofnuðu M. f. Öðinn, voru með öllu óvanir því að setja fram hugsanir sánar apinber- lega, hvort heldur var í mæltu eða rituðu máli. Hins vegar höfðu and- stæöingar þeirra, sumir hverjir, feng- ið góða æfingui í báðum þessum í- þróittum í gegnum áratugi, og höfðu margir þeirra hlotið góða menntup, eða allt upp í það að vera hagfræð- ingar. Auk þes,s voru sjálfstæðis- verkamenn og sjómenn yfirleitt ófé- lagsvanari, en andstæðingar þeirra innan verkalýðsfélaganna, sem meðal annars orsakaðist af hinum pólitíska áróðri, sem rekinn hafði verið innan þeirra. Ég hefi dvalið þetta lengi við að lýsa ástandinu innan verkalýðsfélag-

x

Stétt með stétt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.