Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 17

Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 17
STÉTT MEÐ STÉTT 13 hefir »Kátir voru karlar« verið þar með, ef það hefir þá verið komið á markaðinn. — Þegar koanið var á miðin, var seglum fækkað, og veiðin byrjuð. Veður var all gott, en fiskur tregur. Við höfðurn ekki lengi staðið við fær- in, þegar veðrið fór að breytast. Má um það segja, að »Fljótt skipast veð- ur í lofti«. Sjógangur fór að vaxa og stormur- inn var að skella yfir sífellt harðnandi — með éljagangi. — Skipstjórinn, Pétur Ingjaldsson, nú skipstjóri á Laxfoss, kallaði nú til okkar að gera allt klárt til að leggja skipinu til drifs, eins og við sjómennirnir köllurn það. Nú var sjógangurinn orðinn svo mikill að hann gekk yfir skipið og urðumi við holdvotir við vinnui okkar. En enginn sparaði þá krafta sína, og var því lítið skeytt þó öldur Ægis klöppuðu manni á bak og brjóst, Þetta voru allt ungir og hraustir menn, sem vorui á skútunni, cg ofur- hugar hinir mestu. Var stýrimaður- inn, Steinn Steinsson, hinn ágætasti drengur Qg sjóhetja hin mesta, snar- ráður og fljótráður. Ekki leið á löngu þar til við feng- uro áfall. Stórsjór er reið yfir skipið braut bomuna og reif hana með sér út hlé- bprðsmegin. Með seglum, vír og köðl- um, áfast sér. Kallar nú stýrimaður til okkar að vera klára til að ná þessu inn. — Fórumi við strax til þess, þeg- ar ólagið var riðið hjá. Eftir mikið erfiði tókst okkur að koma þessu aft- ur inn í skútuna og hnýta fast. Ber nú lítið til tíðinda fyrr en eft- ir 3 daga, annað en veðrið og sjógang- urinn helzt svipaður. Á þriðja degi, um miðjan dag, fáum við sjógang alveg yfir skipið. Og streymdi sjórinn semi foss niður í hásetaklefana Ég var niður í hásetaklefa þegar þetta skeði. En strax og hægt var, fór ég á »dekk« til að sjá hvernig umhorfs væri eftir sjóganginn. Ég sá fljótt að skipið myndi vera hei.lt, en einn man-ninn taldi ég vanta og kom í ljós þegár sjóinn skolaði út, að hann lá á grúfu í skipsganginum, meðvitundarlausi. Hafði hending ein ráðið að hann flaut ekki út í sjógang- inum'. Við tókum manninn og bárum niður í hásetaklefa og hjúkruðum hionum svo sem hægt var. Sumir af skipshöfninni fóru að dæla sjó úr skipinu. Upp frá þessu fór sjógangurinn og veðrið minnkandi. Manninn tókst okk- ur að lífga við. Og komum við því allir heilir í höfn. En þá var komið fram yfir vertíðarlok, því ferðin í land gekk ekki sem bezt, þar sem allur seglaútbúnaður var meira og minna eyðilagöur. Og um vélar var ekki að tala í þá daga. Svona er sjómannalífið. Hættur og vœbúð. Sannarlega nógu erfitt oig viðsjár- vert, þó ekki bætist við, þær hörm- ungar og þær hættur, sejji ófriðurinn hefir í för með sér. Ég vil að endingu óska öllum eldri og yngri gleðilegs sumars, og bið allr- ar blessunar, þeim er um sjóinn fara. Og ykkur, gömlu vinir og félagar, sem nú eruð hættir öllu, sjóvogli, en lifið í endurminningunum óska ég góðs gengis um alla ókomna tíma.

x

Stétt með stétt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.