Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 9

Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 9
Mortin Held (kennarinn) og Klaus Kammer (Andri) í uppsetningu Fritz Kortners á Adorra í Berlín við því hlutverki, sem honum er rétt. En með því fellir Frisch dóm á mannfélagið, sem þvingar hann til þess: leikurinn er beizk ádeila, högg, sem svíður undan og höfðar bœði til tilfinningar og skynsemdar. Eins og í leikritinu um Biedermann og brennuvargana, sem Gríma flutti í fyrra, er boðskapur skáldsins þessi: að vera þjóðfélagsþegn krefst vakandi ábyrgðar: þú verður að taka afstöðu. Max Frisch er fœddur 1911 í Zúrish, en búsettur í Róma- borg. Hann er arkitekt að menntun. Af öðrum leikritum hans má nefna Graf Öderland, gamanleikinn Don Juan oder die Liebe zur Geometrie og skopleikinn Hin heilaga reiði; í öllum þessum verkum fjallar hann um afstöðuna milli þess sem maðurinn heldur sjálfan sig vera og þess sem aðrir halda eða vilja vera láta. í skáldsögunum Ákceran og Homo Faber fjallar hann síðan um svipaða hluti með öðrum aðferðum. Andorra telur Frisch fremsta verk sitt til þessa. Hann hóf að skrifa það 1958 og frum- sýningin var í Zúrich 2. nóvember 1961. Nokkrum mánuðum síðar, eða í febrúar 1962, var frumsýnt þar annað leikrit eftir annan svissneskan höf- und. Það var leikritið Eðlisfrœðingarnir eftir Friedrich Dúrrenmatt, sem nú er sýnt um allar jarðir. í útvarpinu hafa verið flutt nokkur leikrit Dúrrenmatts og nú í haust voru sýningar i Reykjavík á vegum Leik- húss œskunnar á einu verka hans. Má það vart heita vonum fyrr að íslenzkir leikhúsgestir hafi einhver kynni af þessum þekkta höfundi, sem ásamt Frisch er talinn fremsta leikritaskáld á þýzka tungu síðan Bertold Brecht lézt. Nú er líka bráðum búið að leika Rattingan og Priest- ley upp til agna í Reykjavík og tími kominn að fást við eitthvað sem skiptir okkar samtíð meira. Því það sem Dúrrenmatt greinir út um gluggann sinn er nákvœmlega árið 1962 og það mannfólk, sem á því herrans ári lifir á plánetunni Jörð. Það sem hann dreymir er, að þetta mannfólk haldi áfram að þrifast og dafna á þessari sömu plánetu ekki bara þetta eina ár eða tvö eða þrjú í við- bót. Það sem hann óttast er, að þetta mannfólk hafi ekki vit fyrir sér og kunni ekki að varðveita árin sín. Auðvitað býr Dúrrenmatt þanka sína í skáldlegan búning, eins og Frisch eru honum sérlega tiltcekir paradoxar eða þver- sagnir. ,,Veruleikinn lýsir sér í þversögnum", hefur hann sagt í orðskviðasafni, sem hann lœtur fylgja leikritinu um eðlisfrœðingana. Friedrich Dúrrenmatt, sem nú er 41 árs að aldri, hefur að baki langan og fjölbreyttan ritferil. Hann hóf hann sem leikgagnrýnandi, síðan tók hann að semja kabar- ettvísur, hann hefur samið leynilögreglusögur, skáldsög- ur og fjölmörg útvarpsleikrit. En það eru þó einkum sviðs- verk hans, sem hafa aflað honum frœgðar. Af þeim má Theresé Giehse í hlutverki von Zahnd, geðveikralœknis, í uppfœrslu Eðlisfrœðing- anna, en hún lék þetta hlutverk bœði í Zúrich og Múnchen — Dúrrenmatt tileinkaði henni þetta leikrit sitt 5

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.