Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 18

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 18
Hvernig á gagnrýnandi að vera? 1„ Finnst yður algjöriega nauðsyn- legt, að gagnrýnandi sé þeim kostum búinn, að þér getið tekið meira til- lit til hans en venjulegs áhorfanda? 2.. .Finnst yður, að gagnrýnandi eigi umfram allt að rita leikdóm sinn sem sá, er meira veit um leikhús, eða á hann að rita frá sjónarmiði venjulegs áhorfanda? 3. /Etti gagnrýnandi að lesa þau leikrit, sem hann ritar um, og sjá fleiri en eina sýningu á því áður, eða jafnvel hafa fylgzt með œfing- um? 4. Hvort finnst yður, að gagn- rýnendur œttu að taka meira tillit til í dómum sínum: leikrœns eða bókmenntalegs gildis sýningarinnar? 5. Hvaða tilgangi á gagnrýni um- fram allt að þjóna? 6. Má gagnrýnandi láta persónu- lega vild eða óvild, stjórnmálalegar skoðanir og annað þess háttar hafa áhrif á dóma sína? Álítið þér, að unnt sé að forðast það í svona litlu þ;óðfélagi? 7. Ætti gagnrýnandi að reyna að komast í samband við leikara og aðra, sem við leikhús vinna, til þess að eiga samrœður við þá um vanda- mál leikhússins og viðfangsefni? Gera hérlendir gagnrýnendur of mikið eða of lítið af þessu? 8. Á gagnrýnandi að hafa aflað sér ,,praktískrar" eða teoretískrar" þekkingar á leiklist? 9. Finnst yður leikgagnrýni hér á landi of ströng eða of lin? Á hún að gera jafn strangar kröfur til íslenzkr- ar leikritunar og leiks og erlendrar? 10. _Er eitthvað, sem þér vilduð sér- staklega láta í Ijósi í sambandi við skoðun yðar á því, hvernig gagn- rýni og gagnrýnandi eiga að vera? 1. Skilyrðislaust. 2. Hispurslaust að skrifa einsog dómbœr kunnáttumaður, sem hefur sérstaka þekkingu á því, sem hann er að tala um. 3. Eg mundi telja nauðsynlegt að gagnrýnandi hafi meiri yfirsýn en hann fœr við aðeins eina sýningu. Og helzt œtti hann að hafa lesið það áður. 4. Leikrœna sjónarmiðið verður að sitja í fyrirrúmi. 5. Að framfleyta þróun leiklistar hér með því að vera fœr um að benda á ákveðna galla, sem skipta verulegu máli og leiðir til að lag- fœra þá. Jafnframt stuðla að því að móta ákveðna stefnu og stíl í íslenzkum leiklistarmálum. 6. Alls ekki. Ef gagnrýnandi lœtur óskipt hið listrœna sjónarmið ráða, œtti það að vera vandalaust. 7. Ef hann gœti með því orðið leik- listinni að liði. Um hérlenda gagn- rýnendur veit ég varla, en ef þeir gera það, held ég að flestir þeirra geri það alls ekki af áhuga fyrir þróun leiklistarinnar. 8. Já. 9. Mér finnst aðallega alltof lítið gagn af henni. — Það skal gera jafnmiklar kröfur til leikara og leiks hérlendis, en slíkar kröfur er ekki unnt að gera til höfundanna vegna reynsluskorts þeirra. 10. Svar mitt við fimmtu spurningu segir allt, sem mér finnst skipta máli. JÓN SIGURBJÖRNSSON leikari 1. Ég las í einhverju leiklistarblaði, að það vœri þrennt, sem hver gagn- rýnandi þyrfti að hafa: ,,Tact, taste and common sense", kurteisi, smekk og almenna skynsemi. Að öðru leyti mundi ég svara spurningunni neit- andi. Og gagnrýni má aldrei vera stórorð, ókurteis eða ósanngjörn. 2. Hann á að rita um það, sem ber fyrir augu áhorfenda og lýsa því sem bezt. 3. Það er nauðsynlegt að kynna sér verkið, m. a. til þess að sjá leiðbeiningar sjálfs höfundarins um svið og leikstjórn. Auk þess hefði ég helzt kosið að skrifa ekki fyrr en eftir þriðju eða fjórðu sýningu. 4. Til leikrœns gildis. 5. Gagnrýni þjónar tveim höfuð- markmiðum: Hið fyrsta er gagnvart leikurum, að vera þeim aðhald og leiðbeinandi og benda á kjarna málsins, hvort sem er í leikstjórn, þýðingu eða þess háttar. Annað höfuðmarkmiðið er gagnvart áhorf- endum, að leiðbeina þeim til betri skilnings á verki og leik. 6. Algert nei, og slíkt á auðveld- lega að vera unnt. 7. Það er töluvert mikils virði að eiga tal við alvarlega listamenn á þessu sviði, en slíkt samband má ekki vera of náið því það gœti leitt til hlutdrœgni. Um hérlent samband er mér ekki kunnugt. 8. Það spillir ekki að hafa þá þekkingu, en hún er ekki nauðsyn- leg. 9. Hún er ekki of ströng, en oft of smásmuguleg. Kröfur á að setja sem erlendis. 10. Einsog áður er sagt á hún um- fram allt að vera skynsamleg, sann- gjörn og sýna tillitsemi að vissu marki. SIGURÐUR GRÍMSSON leiklistargagnrýnandi Morgunbl. 2. Hann á að rita sem sá, er meira veit um leikhús. Dómur hans á að vera leiðbeinandi fyrir lesendur blaðsins 3. Það er sjálfsagt að hafa lesið leikritið mjög gaumgœfilega og œskilegt að hafa séð a. m. k. eina lokaœfingu auk frumsýningar. 4. Auðvitað leikrœns gildis, því að þetta er leiksýning. Annars gœti hann látið sér nœgja að lesa leik- ritið. 5. Hún þarf helzt að vera upp- byggjandi og leiðbeinandi bœði fyrir fyrir þá, sem að sýningunni standa og áhorfendur. 6. Undir engum kringumstœðum. Sá sem tekur að sér gagnrýni, en treystir sér ekki til þess án þess að láta eitthvað slíkt hafa áhrif á af- stöðu sína, œtti að fást við eitthvað annað en leikgagnrýni. 7. Ég tel það œskilegt. Hér er of lítið af þessu. 8. Já. 9. Hún ber vott um of litla þekk- ingu gagnrýnenda almennt. Það ber að stefna að því, að unnt verði að gera sömu kröfur til íslenzkrar leik- listar, en hins vegar ber að taka til- lit til þess, að íslenzk leikritun er nú enn á frumstigi, og því má ekki draga um of kjark úr þeim, sem ríða á vaðið. 10. Gagnrýnandinn á fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfs sín og síðan til þeirra, sem hann gagnrýnir. ÆVAR KVARAN leikari 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.