Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 22

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 22
Kviksandur: Steindór Hjörleifsson og Helga Backmann Steindór Hjörleifsson Leiklistargagnrýnendur blaðanna í Reykjavík kusu ó síðastliðnu hausti Steindór Hjörleifsson sem bezta leikara undanfarandi leikórs fyrir leik hans í hlutverki Jonna í Kviksandi eftir Michael Gasso. Var Steindóri því veittur „silfurlampinn", sem er tókn þessa heiðurs. Áður hafði honum einnig hlotnast „Skólholtssveinninn", fyrir sama hlutverk. Steindór er fœddur í Hnífsdal við ísafjarðardjúp hinn 22. júlí 1926. Hann tók ungur að bjóstra við leiklist í skóla („eins og allir"), lék í skólaleikjum ó ísafirði og víðar og fann fljótt hjó sér löngun til að glima bœði oft og mikið við Þalíu. Kom hann gagngert til höfuðstaðarins til þess að leggja stund ó leiklistarnóm og var þrjú ár í leikskóla Lárusar Pálssonar. Síðan hefur hann ávallt verið einn af innstu koppum í búri Leikfélags Reykjavíkur og leikið í fjöldamörgum hlutverkum þar og í Þjóðleik- húsinu. Við spurðum hann, hvaða hlutverk honum vœru minnisstœðust, en hann gaf litið útá það og sagðist „hafa gaman af öllu". Þó man hann sérstaklega, að hann átti oft í brösum við hlutverk eldri manna, „karlahlut- verk", er hann var sjálfur mun yngri að árum, t. d. Candy gamla í „Mýs og menn" eftir Steinbeck, sem hafði verið honum einkar hjartfólginn. Jafnframt hefur Steindór jafnvel leikið í óperu, án þess þó að upphefja einn tón, því að hann lék mállausan sígaunadreng, Toby, í óper- unni „Miðillinn" eftir Menotti (1952). Óskahlutverk? Engin einstök, sem hann langar sérstak- lega til að fást við, — en „hvern langar svo sem ekki alltaf að leika Faust, Galdra-Loft og öll þau.........; en ég er orðinn of gamall fyrir óskahlutverk", segir 36 ára gamall maðurinn, sem lék „karlahlutverk" þegar hann var enn yngri. Við óskum Steindóri hjartanlega til hamingju með tampaveitinguna og Skálholtssveininn og vonumst til að eiga eftir að sjá marga stóra leiksigra af hans hálfu enn- þá, — jafnvel í óskahlutverkum! ólm 18

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.