Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 34

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 34
Gríma Vinnukonurnar eftir Jean Geneí Leikstjóri: Þorvarður Helgason. Frumsýnt 29. jan. 1963 Jean Genet stendur nú ó rúmlega fimmtugu. Það er kunnara en frá þarf að segja að þetta er skepna, fyrr- verandi margfaldur þjófur og homosexualisti, með meiru,- nú fœr hans aðskillega náttúra svo mikla útrás í ritstörf- um að hann hefur lagt stigamennskuna á hilluna eða frá því að hann var sýknaður af fangelsisdómi, sem hljóðaði upp á lífstíð, vegna bœnaskjals undirrituðu af Claudel, Gide, Sartre, Cocteau og fleiri heiðursmönnum. Svona eru nú Frakkar. Sumir segja að þarmeð hafi verið stolið af honum glœpnum, hitt mun þó sönnu nœr að Genet hafi fremur fœrst í aukana í andlegum skilningi við það að gerast borgaralegur, þjóðfélagssýn hans og skilningur á mann- legu eðli hafa síður en svo breytzt „til batnaðar" við þessa náð hins opinbera. Það mun ekki ofmœlt að Genet þjáist af nœmleika, eins og Frúin í leik þeim sem hér um rœðir. Sá nœmleiki (sem er hvortveggja aflvaki afbrota hans og skáldverka) er öðru fremur af kynferðislegum toga — heimurinn samanstendur af kyntáknum, og hann sjálfur í einhvers konar kynferðissambandi við umhverfið, hvort heldur það er fangelsismúr, karlmaður eða sólin. Og með því að maðurinn af guðs náð (eða andskotans) er ennfremur gœddur óvenjulegum andlegum hœfileikum, þeim sem við nefnum snilligáfu, er tilgangslaust að láta sem hann sé ekki til, nema þá á sömu forsendu og konan sem sagði: „skítur intressar mig ekki!" Slíkt sjónarmið er afar skiljanlegt, en sannar þó ekki að skítur geti ekki verið intressant. 30

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.