Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 36

Leikhúsmál - 01.03.1963, Qupperneq 36
Musica Nova Amal og nœturgestirnir, ópera eftir Gian-Carlo Menotti Frumsýnd 26. desember 1962 Af vitringunum þremur ! óperunni Amal og nœturgest- irnir, sem voru 6 leið til þess að fœra nýfœddum frels- aranum gjafir sínar, var só með mirruna, Kaspar, skringi- legur og heyrnarsljór, þannig að hann tók seint við sér og endurtaka þurfti allar setningar óður en hann heyrði þœr og skildi. Sama máli gegnir um dagblöðin hér og þeirra undirtektir á þessari óperu. Um fimmtíu manna hópur kveður sér hljóðs um jólin að flytja verk, sem aldrei hefur verið flutt hér áður, eftir tónskáld, sem aðeins einu sinni hefur verið kynnt hér áður (Miðillinn 1953); blöðin höfðu einhverja óþyrmilega heyrnarröskun gagnvart öllu saman og birtu ekki umsagnir sínar um verkið fyrren eftir dúk og disk eða alls ekki. Jólatrésskemmtanir sátu þar í fyrirrúmi. Amal og vitringarnir voru þagðir í hel að óverðskulduðu. Það er augljóslega ekkert áhlaupaverk að safna svona stórum hópi listafólks saman undir einn hatt og koma upp sýningu við þau kjör, sem Tjarnarbœr hefur uppá að bjóða. Auk þess sem aðalhlutverk voru skipuð ósviðsvönu fólki. Auðvitað gœtti þessa alls nokkuð. Oft var þröngt á þingi á sviðinu. Dansinn naut sín ekki, enda heldur ósjálegur. Hópatriðin voru stirðleg. Ljós hefði mátt nota betur. Og leiktjöld þóttu mér heldur óglœsileg, — hefðu mátt vera mýkri í línum. Gunnar R. Hansen, leikstjóri, hefur eflaust átt hér erfiðan róður, en tókst að ýmsu öðru leyti að gefa söngleiknum fallegan svip, hófsaman og hátíðlegan. Mest á óvart kom Svala Nielsen í hlutverki móður- innar. Hún hefur mikla rödd og óstýriláta, sem að vísu vantar nokkra mýkt og breidd í tónbogum og fínni fág- un, en í heild hefur Svala gott vald á henni og hinum ýmsu tónbrögðum sönglistarinnar. Og við það bœttist, að hún kunni vel að koma fram á sviði. Sigurður R. Jónsson sómdi sér vel sem Amal: sem lítill, óframfœrinn og bœkl- aður drengur. Og feimnir, bceklaðir drengir þurfa ekki að hafa ógurlega mikla hetjurödd. í söngleikjum þurfa þeir samt að vera lagvissir. Og það var Sigurður. Vitring- arnir voru afskaplega stranghelgir í andlitinu og sungu fallega. Auðvitað er þetta verk fyrst og fremst hljómlistarverk. Mig grunar, að nafnið musica nova hafi dregið úr mörg- um að sjá það. Hafi þeir haldið það vera algjört fram- herjaverk, bláköld gáfnaleikfimi, sem gerði lítinn greinar- mun á flatarmálsfrœði og tónlist. En því var öðru nœr. Hljómlistin er öllum áheyrileg, þýðleg, litbrigðarík í út- setningu og áhrifum, melódísk á köflum og glettin. Verulega fallegar samfléttanir. Og ágœtlega túlkuð af hljómsveit musica nova, stjórnandi Magnús Bl. Jóhanns- son. Má þar einkum geta hörpuleikarans, Jude Mollen- hauer, sem margt hvíldi á. Það er að vissu leyti áncegjulegt, að ópera þessi skuli hafa náð svo miklum vinsœldum víða um heim. Því efnið er af því taginu, sem œtla mœtti að sklrskotaði lítið til yfirborðsskapar og kuldalegrar ruddamennsku vorra tíma: hin þjóðsagnalega fátœkt eins vegar en auður hins vegar, fórn hins fátœka, góðverkið og launin, kraftaverkið. í rauninni nauðaeinföld, og útjöskuð barnaprédikun, en ! þessum búningi kannske þekk sálarhreinsun fyrir allt það fólk, ungt sem gamalt, sem lltur sömu augum á nokkra tilfinningasemi og bólusótt eða holdsveiki. Tilvalin jóla- hugvekja. Vonandi fáum við að njóta hennar aftur nœstu jól. ólm 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.