Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 42

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 42
þessu sinni, en val flytjenda afleitt, þar sem vanrœkt var sem stundum óður að velja upplesara með hlið- sjón af eðli þeirra kvœða, sem þeim er œtlað að flytja. Framhaldsleikrit Framhaldsleikrit hafa verið tvö í vetur, Lorna Doone og Sherlock Holm- es, sem reyndar eru sjólfstœðir smó- þœttir. Hið fyrra var nokkuð vel flutt en misheppnað að því leyti, að það er of fjarri íslenzkum hugsunarhœtti og þjóðfélagsháttum og á því ekkert erindi til íslenzkra hlustenda. Óvíst er, hvað því veldur að þetta leikrit er þýdd, gömul og léleg brezk sveita- saga fœrð í leikbúning. Mér þykir öllu nœr að þýðendur slíkra verka beiti starfsþreki sínu að því að fœra í leikbúning gamlar íslenzkar sögur, sögur Jóns Trausta mundu til dœmis sóma sér vel sem framhaldsleikrit. Ekki œtti það slzt við um þessar mundir, en 12. febrúar sl. voru 90 ár liðin frá fœðingu hans. Þess skal þó getið, að Utvarpsráð mun hafa falið Ævari R. Kvaran að búa í leikform sögu einars H. Kvarans og er það vel. Þœttirnir af Sherlock Holmes og Dr. Watson hafa einnig verið gallaðir. Leikstjórinn, Flosi Ólafsson hefur gert sér far um að hafa leikþœttina í brezkum stíl„ en virðist ekki valda því fyllilega. Hann virðist hafa viljað gera Holmes að eftirmynd Phileas Phogg, en enda þótt þeir séu báðir brezkir heiðursmenn, eru þeir mjög ólíkar manngerðir. Holmes er yfirlœt- islaus vísindamaður, gœddur þurri, brezkri kýmnigáfu, eins og hún gerist bezt, en Phileas Phogg er hins vegar hugmyndasnauður og drambsamur brezkur yfirstéttarmaður. Og að gera Watson, virðulegan og kurteisan lœkni, að senílum aula er fulllangt gengið. Samband þeirra félaga er kurteisissamband tveggja vina, sem virða hvorn annan. þótt þeir glettist stundum innbyrðis, þar sem báðir eru jafnréttháir. Auk þess hljóta tveir Bretar, sem ávarpa hvorn annan Holmes og Watson að þérast á ís- lenzku. Þegar tveir menn kynna hvor öðrum fyrri nöfn sín á Bretlandseyj- um, jafngildir það íslenzkri dús- drykkju. Afleiðing alls þessa misskiln- ings á verkinu varð alger óskapnaður í fyrstu tveimur þáttunum. Leikstjórinn hefur til allrar hamingju séð að sér síðan og eru þœttirnir nú miklu betur unnir og leiknir. Einkum hefur leikur Baldvins Halldórssonar breytzt mjög til batnaðar, og Rúrik Haraldsson er skoplegur í hlutverki Watsons lœknis, en því er ekki að neita, að skopið hefði verið áhrifameira og skemmti- legra, ef fylgt hefði verið trúverðug- I lega þeim persónum, sem Arthur l L Conan Doyle skapaði. þ 38

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.