Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 56

Leikhúsmál - 01.03.1963, Síða 56
í DIMMALIMM: íslenzkir og erlendir listmunir Gjafavörur Kinverskt postulin (Antik) Eftirprentanir mólverka AÐALSTRÆTI 9, II HÆÐ Útvegum allar fóanlegar erlendar bœkur fljótt Snffbj ömU ónss on& Co.h.f Símar 11936 — 10103 Hafnarstrœti 9 FÉLAGSMÖNNUM AB FJÖLGAR STÖÐUGT VEGNA þESS AÐ AB BÝÐUR BEZTU BÆKURNAR OG VEITIR BEZTU KJÖRIN ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ TJARNARGÖTU 16 REYKJAVÍK Hlé Einu sinni var það, að kvikmyndaFiús bœjar- ins ákváðu að vera lýðrœðisleg og spyrja kvik- myndahúsgesti um það, hvort þeir samþykktú að hafa hlé á sýningum til þess að geta keypt sér poppkorn eða ekki. Stór meirihluti kvik- myndarúsgesta kaus að sjá kvikmynd án þess að hafa hlé og mylja poppkorn. Samt höfðu kvikmyndahúseigendur einhverja ótrúlega lýð- rœðislega meðaumkun með minnihluta at- kvœðagreiðenda og samþykktu þeim til handa, þrátt fyrir öll úrslit skoðanakönnunarinnar, að samt skyldi selja gotterí í hléum á laugardög- um og sunnudögum, þegar langmesti fjöldinn sœkir kvikmyndastaðina, en aðeins hvunndags farið að óskum meirihluta hinna aðspurðu um að hafa engin hlé en leyfa þeim að sjá kvik- mynd óbrenglaða. Þar við sat, og engum fannst neitt athugavert við þessa furðulegu niður- stöðu atkvœðagreiðslunnar. Síðan hafa nýjar sœlgœtisgerðir komið fram með nýjar gerðir sœlgœtis, sem enn má grœða á. Við þessi ný- mœli virtust rök meirihlutans smámsaman hverfa algjörlega og voru virt að vettugi, en minnihlutasjónarmið hljóta blessunarnáð hjá hinum lýðrœðishyggjandi kvikmyndahúseigend- um. Verstu sem beztu kvikmyndaverk eru klippt sundur í miðjunni á hvaða tíma (nema 7-sýn- ingum) og hvaða degi sem er til þess að geta selt vissum hópi kvikmyndahúsgesta poppkorn, súkkulaði og kók. Og fyrri hluti seinni helmings kvikmyndarinnar samanstendur þannig af rjáli fólks að leita sœta sinni, gnístandi pappírs- skrjáfi, ropum og smjatti, þannig að viss hlutí verksins hlýtur að fara fyrir ofan garð og neð- an hjá kvikmyndahúsgestum. Þetta er leiðin- legt smekkleysi. Mœlum vér eindregið gegn öllum þessum skrjáfandi, smjattandi, gnauð- andi fjörutíu mínútum, sem hverju hléi fylgja. élm 52

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.