Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 62

Leikhúsmál - 01.03.1963, Blaðsíða 62
segjum að það sé norður. Það er í norðuráttina. Jerrí: (virðir Pétur fyrir sér sem tekur að troða pípuna sína, óþreyjufullur að losna við hann). Jœja kallinn. Þér œtlið þó ekki að fá lungna- krabba? Pétur: (lítur upp, ögn gramur, brosir síðan) Onei. Ekki af þessu. Jerrí: Nei. Þér fáið þá sennilega munnkrabba r staðinn, þá verðið þér að hafa svona útbúnað einsog Freud gekk með þegar búið var að sneiða af honum hálfan kjálkann. Hvað er það nú aftur 'sem þessi útbúnaður er kallaður? Pétur: (vandrœðalega) Prosthesis? Jerrí: Einmitt. Prosthesis! Þér eruð menntaður maður? Eruð þér lœknir? Pétur: Nei, neinei. Ég las þetta einhvers staðar; œtli það hafi ekki verið í Time-blaði. (Hann snýr sér aftur að bókinni). Jerrí: Núújá, Time er ekki skrifað fyrir neina blábjána. Pétur: Nei ég býst ekki við því. Jerrí: (eftir þögn) En hvað ég er feginn að þetta er Fimmta strœti þarna. Pétur: (annarshugar) Já. Jerrí: Ég kann ekkert vel við mig í vésturhlut- anum á garðinum. Pétur: Jceja? (síðan varfcernislega en með áhuga) Hvers vegna? Jerrí: (hiklaust) Ég veit það ekki. Pétur: Nú. (hann hverfur aftur að bókinni). Jerrí: (hann stendur kyrr nokkrar sekúndur, og horfir á Pétur sem lítur loksins upp aftur vand- rceðalegur) Hafið þér nokkuð á móti því að við tölum saman? Pétur: (sem er augljóslega ekkert ginkeyptur fyrir því) Ha . . . nei nei. Jerrí: Jú víst hafið þér á móti því; jú víst. Pétur: (leggur frá sér bókina, slcer úr pípunni og gengur frá henni, brosandi) Nei alls ekki; ég hef ekkert á móti því. Jerrí: Ojú. Pétur: (loks ákveðinn) Nei; ég hef hreint ekkert ó móti því, það er alveg satt. Jerrí: Það er . . . það er góða veðrið. Pétur: (einblínir að óþörfu upp í himininn) Já. Já, það er það; indœlt. Jerrí: Ég var í dýragarðinum. Pétur: Já, þér voruð víst að hafa orð á því . . . var það ekki? Jerrí: Þér getið lesið um það í blöðunum á morgun, ef þér sjáið það ekki í sjónvarpinu í kvöld. Hafið þér ekki sjónvarp? Pétur: Jújú, við höfum tvö tœki; annað fyrir börnin. Jerrí: Þér eruð þá kvœntur! Pétur: (með ánœgjuáherzlu) Já auðvitað er ég bað. Jerrí: Einsog það þyrfti endilega að vera, það eru engin lög fyrir því! Pétur: Nei . . . nei, það er alveg satt. Jerrí: Og þér eigið konu. Pétur: (hálfringlaður yfir því hversu illa gengur að ná sambandi) Já! Jerrí: Og þér eigið börn. Pétur: Já; tvö. Jerrí: Drengi? Pétur: Nei, telpur .... hvorttveggja telpur. Jerrí: En yður langaði til að eignast drengi. Pétur: Jaaa, náttúrulega langar alla menn til að eignast son, en . . . Jerrí: (ögn háðslega) Svona er það þá í pottinn búið. Pétur: (gramur) Það voru ekki mín orð. Jerrí: Það stendur ekki til að eignast fleiri börn, er það? Pétur: (ofurlítið annarshugar) Nei. Ekki ^fleiri. (áttar sig og er ergilegur) Hvers vegna sögðuð þér það? Hvað vitið þér um það? Jerrí: Kannski af því hvernig þér krossleggið fœturna; kannski heyri ég það á röddinni. 'Kannski er ég bara að geta mér til. Er það konan? Pétur:(ofsareiður) Yður kemur það ekkert við. (Þögn) Skiljið þér það. (Jerrí kinkar kolli. Pétur er nú rólegur) Jú, þér hafið rétt fyrir.yður. Við eignumst ekki fleiri börn. Jerrí: (mildilega) Svona er það í pottinn búið. Pétur: (sáttfús) Já . . . . ég býst við því. Jerrí: Jœja það er nú það. Hvað er svo fleira? Pétur: Hvað voruð þér að segja um dýragarð- inn . . . eitthvað sem ég myndi geta lesið um eða séð . ... ? Jerrí: Það skal ég segja yður bráðum. Hafið þér nojckuð á móti því að ég spyrji yður spurninga? Pétur: Eiginlega ekki. Jerrí: Ég skal segja yður hvers vegna ég er að því; ég tala ekki við marga — nema til að segja svona einsog: látið mig hafa einn bjór, eða hvar er salerni, eða hvenœr byrjar aðal- myndin, eða vertu ekki að káfa á mér félagi. Svoleiðis hluti. Þér kannist við það. Pétur: Nei. Ég verð að játa að . . . Jerrí: En það kemur alltaf yfir mig annaðslagið að langa til að tala við einhvern, að mega tala; langa til að kynnast einhverjum, vita öll deili á honum. Pétur: (hlcer ofurlítið, en fremur vandrœðalega) Og er ég tilraunadýrið í dag? Jerrí: Á sólbökuðu sunnudagssíðdegi einsog nú? Hver fremur en elskulegur kvœntur maður sem á tvœr dœtur og . . . . eeee .... hund? (Pétur hristir höfuðið) Nei? Tvo hunda. (Pétur hristir höfuðið aftur) Humm. Enga hunda? (Pétur hristir höfuðið dapur) En hvað það var leiðin- legt. Þér lítið einmitt út fyrir að vilja hafa dýr í kringum yður! KETTI? (Pétur kinkar kolli dap- urlega) Ketti! Það getur varla verið samkvœmt yðar vilja. Alls ekki. Konan og dœturnar? (Pét- ur kinkar kolli) Er eitthvað fleira sem ég œtti að vita? Pétur: (Þarf að rœskja sig) Það eru . . .það eru tveir stofupáfagaukar. Einn . . . ööööö . . einn fyrir hvora dótturina. Jerrí: Fuglar. Pétur: Dœtur mínar hafa þá í búri í svefnher- berginu sínu. Jerrí: Eru þeir smitberar? Fuglarnir. Pétur: Ég hef enga trú á því. Jerrí: Það var leiðinlegt. Ef svo vœri gcetuð þér sleppt þeim laus.um í húsinu, kettirnir gœtu kannski étið þá og drepizt. (Pétur er dolfallinn um stund, hlœr síðan) Og hvað er svo fleira? Hvað starfið þér til að sjá þessari ógnarstóru fjölskyldu farboða? Pétur: Ég . . . öööö . . . er einhverskonar fram- kvœmdastjóri í . . . litlu útgáfufyrirtœki. Við . . . ööö . . . gefum út kennslubœkur. Jerrí: Nú það hljómar vel; mjög vel. Hvað hafið þér í tekjur? Pétur: (ennþá glaðlega) Bíðið þér nú hœgur. Jerrí: Svona, verið þér ekki að Iiggja á þessu. Pétur: Jœja ég hef um átján þúsund á ári, en ég hef aldrei meira en fjörutíu dollara á mér í einu . . ef þér skylduð vera . . rœningi . . . hahaha. Jerrí: (lœtur sem hann hafi ekki heyrt þetta síðasta) Hvar búið þér? (Pétur er tregur að svara) Nei látið þér ekki svona; ég œtla ekki að rœna yður, og ég œtla ekki að rœna páfa- gaukunum yðar, köttunum né dœtrunum. Pétur: (of hátt) Ég bý milli Lexington og Þriðja strœtis, við Sjötugustu og fjórðu götu. Jerrí: Þetta var nú ekki svo erfitt, var það? Pétur: Ég œtlaði ekki að vera . . aaa . . . það er bara það að þér eruð ekki að halda uppi neinum samrœðum; þér spyrjið bara spurninga. Og ég er . . . og ég er að eðlisfari . . . uuu . . . hlédrœgur . . . hvers vegna standið þér svona þarna? Jerrí: Bráðum fer ég aftur að ganga, og það kemur að því að ég setjist niður (man eftir einhverju). Við skulum bíða þangað til við sjáum svipinn á andliti hans. Pétur: Ha? Andliti hvers? Heyrið þér; er þetta eitthvað í sambandi við dýragarðinn? Jerrí: (annars hugar) I sambandi við hvað? Pétur: Dýragarðinn,- dýragarðinn. Eitthvað í sambandi við dýragarðinn. Jerrí: Dýragarðinn? Pétur: Þér hafið margnefnt hann. Jerrí: (ennþá annars hugar en áttar sig allt í einu) Dýragarðinn? Ójá; Dýragarðinn. Ég var þar áður en ég kom hingað. Ég sagði yður frá því. Segið mér hvaða munur er á heldri miðl- ungs smáborgara og lœgri heldri smáborgara? Pétur: Góði minn, ég........... Jerrí: Þér skuluð ekki kalla mig góða yðar. Pétur: (vansœll) Var ég með eitthvert yfirlœti? Það má vera; fyrirgefið mér. En það var spurn- ing yðar um stéttaskiptinguna sem ruglaði mig. Jerrí: Kemur þá yfirlœtið upp í yður þegar þér verðið ringlaður? Pétur: Ég . . ég á stundum erfitt með að koma orðum að því sem ég vil segja (hann hœttir á að gera grín að sjálfum sér) Ég er útgefandi en ekki rithöfundur. Jerrí: (honum er skemmt en ekki af gamansem- inni) Rétt er nú það. Sannleikurinn er: ég var með yfirlœti. Pétur: Svona svona, það er óþarfi að tala svona. (Þegar hér er komið má Jerrí fara að hreyfa sig um sviðið með hceg-vaxandi einbeitni og áhrifa- valdi en hagar göngunni svo að rœðan langa um hundinn hefst þegar hann kemur í hápúnkt bogferilsins) Jerrí: Allt í lagi. Hverjir eru uppáhalds rithöf- undarnir yðar? Baudelaire og J. P. Marquand? (hvernig vœri að nota hérna Somerset Maugham því hér þekkir enginn hinn kauðann. Þýð.) Pétur: (á varðbérgi) Ég hef nú mœtur á mörgum höfundum. Ég hef talsvert . . . víðfeðman smekk ef ég má orða það svo. Þessir tveir menn eru 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.