Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 63

Leikhúsmál - 01.03.1963, Page 63
alveg ágœtir, hvor á sinn hátt. (verður ákafari) Baudelaire er náttúrulega . . . ööööö . . . . langtum betri, en Marquand skipar sitt rúm . . . í okkar . . . öööö . . . þjóðar. . . Jerrí: Sleppum því. Pétur: Ég . . . afsakið. Jerrí: Vitið þér hvað ég gerði áður en ég fór í dýragarðinn í dag? Ég gekk alla leiðina upp eftir Fimmta strœti frá Washington-torgi; alla leiðina. Pétur: Nú; þér búið þá í listamannahverfinu (Pétur virðist vera farinn að halda að hann skilji hvernig í öllu liggur) Jerrí: Nei, það geri ég ekki. Ég fór með neð- anjarðarlestinni niður í listamannahverfið svo að ég gœti gengið upp Fimmta strœti, alla leið- ina að dýragarðinum. Það er eitt af því sem maður verður að gera; stundum verður maður að fara mjög langt úr leið til þess að komast stuttan spöl til baka á réttan hátt. Pétur: (nœstum ólundarlega) Nú, ég hélt að þér byggjuð í listamannahverfinu. Jerrí: Hvað voruð þér að reyna? Fá einhvern botn í þetta? Koma öllu í röð og reglu? Skipa niður í rétt hólf? Já það er alveg vandalaust; ég skal segja allt af létta. Ég bý í fjölbýlishúsi, á efri vestri bakkanum, milli Kolumbusar-strœtis og vesturendans á Central Park. Ég bý á efstu hœð; á bakhliðinni; gegnt vestri. Það er hlœgi- lega lítið herbergi, og einn veggurinn í herberg- inu mínu er örþunnt timburþil (úr kassafjölum); þetta fjalaþil skilur herbergið mitt frá öðru hlœgilega litlu herbergi, svo ég býst við að þessi tvö herbergi hafi einu sinni verið eitt her- bergi, lítið herbergi að vísu, en ekki endilega hlœgilegt. í herberginu handan við fjalaþilið býr svört drottning og hann hefur alltaf dyrn- ar sínar opnar,- ja kannski ekki alltaf en alltaf þegar hann er að reyta og snyrta augabrýnn- ar á sér, og það gerir hann með einbeitingu Búddha-dýrkandans. Þessi svarta drottning er með skemmdar tennur sem er nú sjaldgœft í því liði, og hann á japanskan slopp, sem er líka œði fágœtur; og hann gengur í þessum slopp þegar hann fer eftir ganginum á salernið og af því, og það er býsna oft. Ég meina, hann fer skrambi oft á salernið. Hann lœtur mig al- veg í friði, og hann er aldrei með neinn uppi í herberginu hjá sér. Allt og sumt sem hann gerir er að reyta augabrýnnar og snyrta, ganga í þessum slopp og fara á salernið. Nú, herberg- in tvö á hœðinni minni, sem snúa fram, eru ofurlítið stœrri gœti ég trúað; en þau eru ósköp lítil líka. í öðru þeirra er fjölsky.lda frá Puerto Rico, hjón og slangur af börnum,- ég veit ekki hvað þau eru mörg. Þetta fólk heldur uppi mik- illi risnu á heimili sínu. I hinu framherberginu, þar býr einhver, en ég veit ekki hver það er. Ég hef aldrei séð hver það er. Aldrei. Aldrei nokkurn tíma. Pétur: (það hefur komið á hann) Hvers vegna . . . . hvers vegna búið þér þarna? Jerrí: (aftur líkt og í fjarska) Ég veit það ekki. Pétur: Það virðist ekki vera mjög vistlegur stað- ur, þar sem þér búið. Jerrí: Onei; það er ekki íbúð við Sjötugasta strœti á eystri bakkanum. En ég á heldur ekki eina konu, tvœr dœtur, tvo ketti og tvo stofu- páfagauka. En það sem ég á, það eru snyrti- áhöld, ofurlítið af fötum, hitunartœki sem er alls ekki œtlast til að ég eigi; ég á dósahníf, það er lykill á honum; hníf, tvo gaffla, og tvœr skeiðar, aðra litla hina stóra,- þrjá diska, bolla, undirskál, glas til að drekka úr, tvo mynda- ramma, báða tóma, átta eða níu bœkur, öskju með klámmyndaspilum, heil spil, gamla ritvél með eintómum upphafsstöfum, og lítinn láslaus- an peningakassa og hvað skyldi vera í honum? Steinar! Nokkrir steinar .... sœsorfnar stein- völur sem ég tíndi á ströndinni þegar ég var krakki. Og undir þeim . . . undir því fargi .... eru nokkur bréf . . . elsku-bezti-bréf . . . elsku bezti hvers vegna gerirðu ekki þetta, og elsku- bezti -hvencer -œtlarðu -eiginlega -að-gera-þetta -bréf og hvenœr-bréf líka. Hvenœr œtlarðu að skrifa? Hvenœr œtlarðu að koma? Hvenœr? Þau bréf eru frá seinni árum. Pétur: (einblínir þungbúinn á skóna sína, síðan) En þessir tveir tómu myndarammar . . . .? Jerrí: Ég sé ekki að það þurfi að gefa neina skýringu á þeim. Er málið ekki augljóst? Ég hef engar myndir af neinum til þess að láta í þá. Pétur: En foreldrar yðar . . . kannski .... vin- kona .... Jerrí: Þér eruð ákaflega elskulegur maður og þér eruð haldinn sakleysi sem sannarlega mœtti öfunda yður af. En mamma gamla og pápi gamli eru dauð . . . sko . . ég er líka alveg eyðilagð- ur útaf því . . . ég segi það alveg satt. EN. Þau eru nú á himnareisu með þennan skrípa- þátt sinn, svo ég veit ekki hvers vegna ég œtti að fara að horfa á þau uppstillt í ramma. Auk þess eða öllu heldur er það nú mergurinn máls- ins að mamma gamla stakk pabba gamla af þegar ég var tíu og hálfs árs; hún tók sig upp og fór í eina heljarmikla hórdómsreisu um Suð- urríkin. Ferðalag sem stóð í eitt ár . . . og fylgi- spakasti félagi hennar .... meðal annara, meðal margra annara . . . var herra Whisky nokkur. Að minnsta kosti sagði pabbi gamli mér það þegar hann hafði farið suðureftir . . . var kominn aftur og hafði flutt líkið af henni norð- ur. Við fengum fréttirnar milli jóla og nýjárs, sko, að mamma gamla hefði gefið upp andann í einhverju bœli í Alabama. Og heimkoma hennar var ekki eins kœrkomin .... eftir að andinn var á bak og burt. Ég meina hvað var hún þá? Líkdrumbur . . . líkdrumbur að norðan. Að minnsta kosti hélt pabbi gamli upp á gaml- árskvöld í tvœr vikur samfleytt og slagaði á framhliðina á strœtisvagni sem var reyndar ekki kyrr og þá var ekki meira um blessaða fjölskylduna að fást. Og þó var fjölskyldan að vísu ekki úr sögunni; þá kom systir mömmu til skjalanna sem gekk ekki á syndarinnar vegum né sótti huggun í flöskuna. Ég flutti til hennar, og ég á heldur óljósar minningar um hana, nema ég man ennþá eftir því að hún fór hörku- lega að öllu: sofa, borða, vinna, biðjast fyrir. Hún datt niður dauð í stiganum upp í íbúðina hennar, sem var þá líka mín íbúð, daginn sem ég lauk prófinu úr gagnfrœðaskólanum. Ef ég. á að segja yður mitt álit á því tiltœki þá finnst mér það einsog ómerkilegasta Mið- Evrópu-skrítla. Pétur: Æ-ji; œ-ji. Jerrí: Æ-ji hvað? Það er langt síðan, og éc kœri mig ekki um að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það komi neitt við mig. Kannski getið þér samt skilið, hvers vegna mamma gamla og pabbi gamli eru ekki í neinum ramma. Hvað heitið þér? Fornafnið. Pétur: Ég heiti Pétur. Jerrí: Ég gleymdi að spyrja þig að því. Ég heit: Jerrí. , Pétur: (hlœr svolítið og er ekki rótt) Sœll Jerrí. Jerrí: (kinkar kolli í kveðjuskyni) Sjáðu nú til; hvers vegna í ósköpunum œtti maður að hafc mynd af stúlku, hvað þá í tveim römmum? Þú manst að ég á tvo myndaramma. Ég hitti þessar litlu fallegu stúlkur aldrei nema einu sinni, fcestar þeirra myndu vilja vera stundinni lengur í sama herbergi og myndavél. Það er skrítið. og skyldi það vera sorglegt? Pétur: Með stúlkurnar? Jerrí: Nei.Ég er að velta því fyrir mér hvort það er sorglegt að ég hitti þessar litlu stúlkur aldrei nema einu sinni. Ég hef aldrei getað legið með, eða, hvernig segir maður . . . sofið hjá neinni nema einu sinni. Einu sinni, það er allt og sumt. Bíddu annars; í hálfa aðra viku, þegar ég var fimmtán . . . ég blygðast mín niður í tœr fyrir það hve kynþroskinn kom seint . . . þá var ég k-y-n-v-i-l-l-i-n-g-u-r. Ég var sko hinsegin .... (mjög hratt) . . . . og þrisvar sinnum hinsegin, hinsegin, hinsegin, . . . . og bjöllurnar klingdu í eyrum og hátíðaborðarnir blöktu í vindinum. Og þessa ellefu daga hitti ég að minnsta kosti tvisvar á dag son eftirlitsmannsins í skemmti- garðinum .... Það var grískur strákur sem átti sama afmœlisdag og ég, nema hann var bara árinu eldri. Ég held að ég hafi verið mjöa ástfanginn . . . kannski var ég bara ástfanginr. af kynlífinu. Er þetta kannski ekki furðuleg saga? Og núna; en hvað ég elska þessar litlu stúlkur, alveg satt, ég elska þœr í svona klukku- tíma. Pétur: Mér sýnist þetta vera ósköp einfalt mál. Jerrí: (reiður) Heyrðu, œtlar þú að fara að segja mér að kvcenast og fá mér páfagauka? Pétur: (sjálfur reiður) Blessaður gleymdu þess- um páfagaukum. Og góði vertu einhleypur ef þú vilt. Það kemur mér ekkert við. Ekki byrjaði ég þessar samrœður í............ Jerrí: Allt í lagi, allt í lagi. Fyrirgefðu. Er það í Jagi? Ertu reiður? Pétur: (hlœgjandi) Nei, ég er ekkert reiður. Jerrí: (léttir) Það var gott. (tekur nú aftur upp sinn fyrri tón) Það var skrítið að þú skyldir fara að spyrja mig um myndarammana. Ég hefðí haldið að þú myndir spyrja mig um klám- myndaspilin. Pétur: (brosir íbygginn) Ætli maður hafi ekki séð svona spil. Jerrí: Það er ekki mergurinn málsins. (hlœr) Ég býst við að þú og félagar þínir hafið látið svona spil ganga á milli þegar þú varst strákur, eða kannski áttirðu sjálfur stokk. Pétur: Ég býst við að svo hafi verið um margc okkar. Jerrí: Og svo fleygðirðu þeim rétt áður en þú kvœntist. Pétur: Nei, hvaaað. Ég þurfti ekkert þesskonar þegar ég varð eldri. 59

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.