Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 64

Leikhúsmál - 01.03.1963, Side 64
Jerrí: Ekki það? Pétur: (vandrœðalegur) Eg kœri mig ekkert um óð tala um þetta. Jerrí: Jœ-ja? Gerðu það þó ekki. Auk þess ietlaði ég mér ekki að gromsa í kynlífi þínu eftir að þú komst af unglingsárum og út úr harðindunum; Það sem ég vildi fá fram er hvaða munur sé á gildi klámmyndaspila þegar maður er strákur og klámmyndaspila þegar maður er eldri. En það er nú svo að þegar þú ert strákur lœtur þú spilin bœta þér upp skort- inn á raunverulegri reynslu, og þegar þú ert eldri lœturðu raunverulega reynslu koma í stað- inn fyrir ímyndunaraflið. En ég gœti trúað því að þú vildir heldur heyra eitthvað um það sem gerðist í dýragarðinum. Pétur: (upprifinn) Jájájá, dýragarðurinn. (síðan vandrœðalegur) Það er að segja ... ef þú . . . Jerrí: Þar er bezt að ég segi þér frá því hvers vegna ég fór . . . . já annars, það er bezt ég segi þér sitt af hverju. Ég var að segja þér frá fjórðu hœðinni í fjölbýlishúsinu þar sem ég bý. Ég held herbergin fari batnandi eftir því sem neðar dregur, hœð eftir hœð. Ég býst við því; ég veit það ekki. Ég þekki ekkert af fólkinu sem býr á þriðju og annari hœð. Bíddu hœgur. Ég veit að kona býr á þriðju hœð, að framanverðu. Ég veit það af því hún er alltaf g/átandi. Hve- nœr sem ég fer út eða kem aftur heim, hvenœr sem ég fer framhjá dyrum hennar heyri ég hana alltaf gráta, bœldum grátri en . . . . mjög einbeitt. Það eru engar ýkjur að hún er einbeitt við það. En ég cetlaði nú að segja frá kon- unni sem rœður húsum þarna, og allt af létta um hundinn hennar. Ég kann ekki við að nota orð sem eru of hranaleg þegar maður er að lýsa fólki. Ég kann ekki við það. En þessi kona er feit, Ijót, nízk, heimsk, skítug, illgjörn, auð- virðileg, drykkjusjúk ruslfata. Þú kannt að hafa tekið eftir því að mér er ótamt að viðhafa blótsyrði, svo að ég get ekki lýst henni einsog ástœða vœri til. Pétur: Lýsingin er nú ansi .... fjörleg. Jerrí: Jœja, þakka þér fyrir. Hvað um það, hún á hund, og ég œtla að segja þér frá hundinum, og hún og hennar hundur gœta dyra þar sem ég bý. Konan er nógu slœm; hún er að sniglast í fordyrinu, sísnuðrandi til að vita hvort ég er áð reyna að lauma inn fólki eða einhverjum hlutum, og þegar hún er búin að hella í sig hálfpotti af gini með sítrónubragði, sem er nón- skammtur hennar, þá stöðvar hún mig í fordyr- inu, lœsir höndum í frakkann minn eða hand- legginn á mér, og hún þrýstir sínum viðbjóðs- lega skrokki upp að mér til að króa mig af í horninu svo að hún geti talað við mig. Fýlan af líkama hennar og andremman . . . þú getur ekki ímyndað þér hvernig það............og ein- hversstaðar, einhversstaðar í fylgsnum þessarar smábaunar, sem hún hefur fyrir heila, en það líffœri hefur rétt aðeins þroskast upp að því marki að stjórna aðgerðunum þegar hún étur, drekkur og léttir á sér, þarna í fylgsnunum býr eitthvert saurugt afskrœmi af kynfýsn. Og ég. Pétur, og ég er sá sem hún girnist í svitadauni sinnar holdlegu fýsnar. Pétur: Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er . . . hrœði- legt. Jerrí: En ég hef nú fundið aðferð til þess að halda henni í hœfilegum fjarska. Þegar hún er að tala við mig, þegar hún þrýstir sér upp að líkama mínum og er eitthvað að umla um herbergið sitt og að ég œtti að koma þangað, þá segi ég bara: heyrðu ástin; fékkstu ekki nóg í gœr, og í fyrradag? Þá kemur á hana, hún lœtur aðeins rifa í sín pínulitlu augu, hún rorrar dálítið, og þá Pétur . . . og það er á þeirri stundu að það hvarflar að mér að ég láti ofur- lítið gott af mér leiða í þessu þjáningabœli . . . og þá djarfar fyrir einhverju hálfvitabrosi á ólýsanlegu andliti hennar, og hún flissar og stynur þegar hún hugsar um daginn í gœr og fyrradag,- þegar hún trúir og endurlifir það sem aldrei gerðist. Síðan bendir hún þessari kol- svörtu hundófreskju sinni, og hún hverfur aftur til herbergis síns. Og ég er óhultur þangað til fundum okkar ber nœst saman. Pétur: Þetta er alveg .... fáheyrt. Ég á erfitt með að trúa að svona fólk sé í raun og veru til. Jerrí: (ögn háðslega) Þetta er nú bara til að lesa um, er það ekki? Pétur: (alvarlega) Já. Jerrí: Maður œtti heldur að láta skáldskapn- um eftir staðreyndirnar. Rétt hjá þér, Pétur. En ég œtlaði að segja þér frá hundinum,- nú skaltu fá að heyra um hann. Pétur: (órótt) Ójá; hundurinn. Jerrí: Ertu nokkuð að-hugsa um að fara? Pétur: Ha . . . . nei, ég hugsa ekki. Jerrí: (líkt og hann vœri að tala við barn) Vegna þess að þegar ég er búinn að segja þér frá hundinum, veiztu hvað skeður þá? Þá . . . þá œtla ég að segja þér frá því sem gerðist í dýragarðinum. Pétur: (hlœr aumingjalega) Þú ert ... þú ert mesti sagnasjór, ha? Jerrí: Þú þarft ekki að hlusta frekar en þú vilt. Það er enginn að banna þér gð fara, mundu það. Gleymdu því ekki. Pétur: (gremjulega) Ég veit það. Jerrí: Jceja? Gott og vel. (Mér virðist fara bezt á því að eftirfarandi þula sé flutt með talsverðum hreyfingartilburð- um og látbragðs miðandi að því að dáleiða Pét- ur og áhorfendur. Það hefur verið stungið upp á ýmsum leikbrögðum til þess arna, en leikstjóri og leikarinn í hlutverki Jerrí œttu helzt að finna eigin leiðir að því marki) ALLT í LAGI. (líkt og hann lœsi upp af gríðar- stóru skilti) SAGAN AF JERRÍ OG HUNDINUM. (aftur í eðlilegum rómi) Það sem ég œtla að segja þér stendur að ýmsu leyti í sambandi við það, að stundum verður maður að fara mjög langt úr leið til þess að komast stuttan spöl til baka á réttan hátt; eða, kannski held ég bara að þetta eigi eitthvað skylt við það. En þetta er nú ástœðan fyrir því að ég fór í dýragarðinn og þess vegna gekk ég í norður .... eða öllu heldur í norðurátt . . . þar til ég kom hingað. Allt í lagi. Ég held að ég hafi verið búinn að segja þér að hundskepnan er svört ófreskja með alltof stóran haus, agnar-pínulítil eyru, og aug- un . . . blóðhlaupin, konnski sýkt; og skrokkurinn þannig að það má telja rifin gegnum húðina. Hundurinn er svartur, kolsvartur, biksvartur að undanteknum þessum blóðhlaupnu augum og . . já . . . og opið sár á . . . . hœgri framlöppinni; það er líka rautt. Og, jaa-á, alveg rétt; þetta rœfils skrímsli, og ég gœti trúað því að þetta sé gamall hundur .... hann hefur sannarlega ekki átt sœldardaga . . . það er lí.kt og hon- um standi œvinlega. Og þar er hann líka rauður. Og .... hvað fleira? .... Já alveg rétt, það er einhver grá-gulhvítur litur þegar hann lœtur glitta í vígtennurnar. Svona: Grrrrrrrrrrrrrr! Og það gerði hann þegar hann sá mig í fyrsta sinn . . . daginn sem ég fluttist í húsið. Þessi skepna olli mér áhyggjum allt frá fyrstu mínútunni sem fundum okkar bar saman. Það er nú reyndar svo að dýr laðast ekki að mér einsog heilögum Frans sem var einlœgt með fuglasveim utan í sér. Ég á við að dýr hafa engan áhuga á mér .... fremur én fólk (bros- ir ofurlítið) . . . oftast. En þessi hundur var ekki áhugalaus. Allt frá því við hittumst í fyrsta sinn urraði hann og réðist á mig til að bíta mig í fótinn. Hann var ekki einsog hann vœri óður. Þetta var dálítið hrösull hundur en hann var samt ekki örkumla, þó hann vœri hrösull gaf hann hlaupið; en ég slapp alltaf. Hann náði að rífa út úr buxnaskálminni, — sjáðu, þú sérð hérna, þar sem bótin er; þetta tókst honum á öðrum degi; en, ég sparkaði svo ég losnaði og komst á sprettinum upp á loft svo þar við sat. (hugsi) Eg veit ekki enn þann dag í dag hvernig hinir leigjendurnir fara að, en veiztu hvað ég held: ég held að þetta eigi bara við mig. Skemmtilegt. Jamm. Hvað um það, það var sama sagan í meira en viku, hvert sinn sem ég kom inn í húsið; en aldrei þegar ég fór út. Það er skrítið. Eða öllu heldur, það var skrítið. Ég hefði getað tekið saman pjönkur mínar og flutt út á götuna, hundinum hefði verið ná- kvœmlega sama. Og svo velti ég málinu fyrir mér uppi í herberginu mínu einn daginn, þegar ég hafði enn eitt skiptið orðið að bjarga mér á sprettinum upp, og ég tók ákvörðun. Ég ákvað: fyrst drep ég hundinn með góðu, og ef það lán- ast ekki . . . þá bara drep ég hann. (Pétri hryllir við) Láttu þér ekki bregða Pétur,- hlustaðu bara. Svo fór ég daginn eftir og keypti poka af kjötkökum miðlungi steiktum, með engri tómatsósu, engum lauki; og á heim- leiðinni fleygði ég brauðinu og hélt bara kjöt- inu eftir. (Hér œtti leikarinn kannski að fœrast í aukana að undirstrika orðrœðuna með hreyfingum sínum) Þegar ég kom.aftur heim í leiguhúsið, sat hund- urinn fyrir mér. Ég opnaði forstofudyrnar til hálfs og þarna var hann í fordyrinu,- og beið mín. Beið átekta. Ég gekk inn, mjög varlega, og ég var með kjötkökurnar eins og þú manst; ég opnaði pokann og lét kjötið á gólfið eina þrjá fjóra metra frá þeim stað þar sem hundurinn stóð urrandi. Svona! Hann urraði; hœtti að urra; nasaði; fœrði sig hœgt nœr,- síðan hraðar, síðan enn hraðar í áttina ao kjötinu. Nú og svo þegar hann kom ao því stanzaði hann, hann horfði á mig. Ég brosti; til að vita hvernig hon- um brigði við það, þú skilur. Hann sneri baki við kjötkökunum, þefaði, nasaði meira, og svo .........RRRAAAGGGGGHHHHH (vœntanlega

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.