Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 4
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
Hugrekki er ekki einstök dyggð, ekki sérstakur þáttur í skapgerð
manna, sem greindur verði frá öðrum. Það er undirstaða allra dyggða.
Sannsögli, trúmennska, orðheldni og allir aðrir góðir eiginleikar eiga
œtt sína að rekja til hugrekkis. Það er grundvöllur skapgerðarinnar.
Á því byggist festa og öryggi í skaphöfn.
„Heimskur er hugmestur," segir forn íslenzkur málsháttur. —
Hann á ekki við um hugrekki og hugrakkan mann, heldur um fífl-
dirfsku og fífldjarfan mann. Á þvi tvennu er reginmunur. Heimska
og fífldirfska fara oft saman. Hið síðara siglir í kjölfar þess fyrra.
Skynsemi útilokar hinsvegar fífldirfsku. — Fífldirfska krefst ekki
hugrekkis. Hún á jafnan rœtur sínar í hugleysi. — Tökum dœmi:
Hópur manna skorar á tvo menn að stökkva niður af háum kletti.
Stökkið er tilgangslaust, engum í hag. Engum getur dulizt, að það
hefir veruleg meiðsl í för með sér. En það á að sýna, að þessir tveir
menn „þori“ að stökkva. Annar þeirra er hugrakkur, hinn hugdeigur.
Hvor þessara manna vœri líklegri til að stökkva niður af klettinum?
Án efa sá hugdeigi. Hann mundi ekki þola eggjunarorð þeirra, sem
skoruðu á hann. Hann hefði ekki hugrekki til að hlusta á þá, sem
brygðu honum um hugleysi. Af einu saman hugleysi mundi hann
hœtta limum sinum í fifldjörfu stökki. Hinn hugrakki mundi hins-
vegar ekki hirða um hina tilgangslausu áskorun. Hann er gceddur
þeim andlega styrk, sem hrópyrði hafa ekki áhrif á. Hann hefir sínar
skoðanir og breytir samkvœmt þeim. Hann tekur afstöðu og fylgir
henni fram, þótt hann sé einn á móti mörgum. Slíkt er hugrekkið.
Aðalsmerki þess er það andans ástand einstaklinganna, sem knýr til
að breyta samkvœmt eigin sannfœringu, gera það, sem menn vita
sannast og réttast, meta hugsjónir sínar meira en veraldleg gœðí,
öryggi og fylgi fjöldans.
Menn geta tamið sér hugrekki. í hvert sinn, sem yfirunninn er
ótti, eru menn miklum mun nœr því að vera hugrakkir en áður.
Hugrekkið vex þó einkum verulega, ef menn gera sér að reglu að
meta innra gildi meira en ytra, andleg verðmœti meira en veraldleg.
Hugrekki er undirstaða lífshamingju. Hamingjan er fráhverf
þeim, sem ávallt beygja sig í auðmýkt og meta einskis persónulega
afstöðu. Þeir kunna að hafa nóg að bíta og brenna, sem svo er kallað,
en hamingjusamir eru þeir ekki. Hins vegar á hamingjan
ávallt samleið með þeim, sem eru trúir hugsjónum sínum og sann-
fœringu, og líta á starf og baráttu sem þroskaleiðir.
2
Argus.