Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 5
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A
Valdiinar Jóliannsson:
Aliðnum öldum hafa öðru
hvoru verið uppi íslend-
ingar, sem rekið hafa erindi er-
lands valds hér á landi. Sumir
hafa unnið að því að ryðja kúg-
urunum braut; aðrir hafa þegið
af þeim umboð til að skaprauna
íslendingum og gera hlut þeirra
sem verstan.
Á yfirstandandi tíma er rekinn
víðtækari áróður á íslandi af
hálfu erlendra valdamanna, en
áður getur í sögu landsins. Tvö
stórveldi hafa eflt hér stjórn-
málaflokka og seilast í hvívetna
eftir áhrifum um íslenzk mál. All-
margir íslendingar hafa lotið
þeim ömurlegu örlögum að gerast
formælendur þessara flokka og
leggja sig fram um að blekkja ein-
hvern hluta íslenzku þjóðarinnar
til fylgis við ófrelsi, ofbeldi og
kúgun.
Þessi starfsemi er ekkert eins-
dæmi fyrir ísland. Viðsvegar um
heim endurtekur sig sama saga.
I þessu hefti er athyglisverð grein
um starfsemi þýzkra nazista í
Suður-Ameríku. Mér þykir ekki
ósennilegt, að mörgum lesanda
verði á að nema öðru hvoru stað-
ar í lestri þeirrar greinar, til þess
að leggja fyrir sig spurningu sem
þessa: Er ekki einmitt þetta að
Tveii* íiieiin
gerast hér hjá okkur? íslending-
um veitir ekki af að vera á verði
um frelsi sitt og sjálfstæði. Ó-
vopnuð smáþjóð, sem á megin-
tryggingu fyrir tilveru sinni undir
þegnskap og þroska borgaranna,
má ekki vera þess óvitandi, hvað
fram við hana fer. Hún verður að
gefa gaum að hættunum og reyna
að varast þær.
Eg mun að þessu sinni gera að
umtalsefni tvo íslendinga, sem á
síðastliðnu ári hafa lotið mjög
lágt í þjónustu sinni við einveld-
isherra stórveldanna tveggja, er
ég nefndi í upphafi þessa máls.
Þessir menn eru Halldór Kiljan
Laxness rithöfundur og Knútur
Arngrímsson, fyrrum prestur. Þeir
hafa ritað og gefið út á árinu
sína bókina hvor. Báðar eru bæk-
urnar öðrum þræði ferðaminn-
ingar frá ríkjum Stalins og Hit-
lers og að hinum sjúkleg áróðurs-
rit fyrir stjórnarstefnu þessara
einvalda. Báðir höfundarnir láta
líta svo út, sem þeir telji stjórnar-
form húsbænda sinna ákjósanleg
fyrir íslendinga, að kommúnism-
inn sé það, sem koma skal fyrir
lýðræðisþjóðirnar, og nazisminn
hafi í „frjálsri samkeppni“ sann-
að yfirburði sína yfir lýðræðið.
Báðir byggja þeir félagar á sandi
3