Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 7
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A
Halldór Kiljan Laxness
(til hægri).
Knútur Arngrímsson
(til vinstri).
inda frjálsu þjóðanna, hefði ver-
ið álíka og að fá óvita dýrmæta
bók í hendur. Hin óupplýsta og
félagslega vanþroska þjóð mis-
notar frelsið af því að hún kann
ekki með það að fara, og barnið
eyðileggur bókina, af því að það
ber ekki skyn á gildi hennar.
Byltingin í Rússlandi hafði því
ekki aðra stjórnskipulagsbreyt-
ingu í för með sér en þá, að hún
steypti af stóli gömlu formi ein-
veldis og setti nýja tegund ein-
ræðis í staðinn. Hin forna yfir-
stétt landsins missti fé og völd,
líf og mannréttindi, en fámennur
kommúnistaflokkur, oddalið bylt-
ingarinnar, varð arftaki hennar.
Eigi að síður hefir byltingin haft
sína þýðingu. Á síðustu árum hafa
margvíslegar framfarir átt sér
stað í Rússlandi. Framleiðslan
hefir tekið stakkaskiptum. Á sviði
vísinda og tækni hafa orðið stór-
felldar framfarir. Og það hefir
mikið verið gert til þess að manna
þjóðina, þó að ærið sé það ein-
hliða að vísu.
En þetta þýddi ekki að bjóða
íslendingum eða íbúum hinna
gömlu lýðræðisríkja yfirleitt. —
Frelsið er skilyrði til þess að þeir
leggi sig fram og njóti sín, en ekki
reiddur hnefi óskeikuls drottnara.
— Og Halldór Laxness leggur á-
herzlu á það í bók sinni, að Rússa
annars vegar og íbúa þessara
rlkja hins vegar megi ekki bera
saman, þvi að um þá aðila skipti
svo mjög í tvö horn.
Þá er röðin komin að „þriðja
ríkinu“. — Vegna æskunnar í
landinu, sem ekki man atburði
stríðsáranna og tímabilsins þar á
eftir ,verður að telja nauðsynlegt
að rifja upp í stórum dráttum
sögu Þýzkalands síðan í ófriðar-
lok. — 28. júní 1919 var formlegur
endir gerður á heimsstyrjöldina
með friðarsamningunum í Ver-
sölum. Þjóðverjum voru þar settir
harðir kostir, sem þeir neyddust
til að sætta sig við. Þeim var gert
að láta af hendi stór landflæmi
í Evrópu og nýlendur sínar í öðr-
um heimsálfum, ströng fyrirmæli
5