Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 8

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 8
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 voru sett um herstyrk þeirra og lagðar á þá þungar kvaðir um greiðslu hernaðarskaðabóta. Því verður ekki neitað, að Þjóð- verjar urðu hart úti í Versölum. Og hlutlausum áhorfanda mun finnast, að sigurvegararnir hafi sýna litla tilhliðrunarsemi gagn- vart varnarlausum andstæðingi. Því skyldi þó ekki gleymt, að þess- ir samningar urðu til við sífellda árekstra hinna ólíkustu hags- muna og margir urðu að gefa eft- ir. Þá er það og alrangt, að mála- lokin í Versölum hafi stafað af svikurn við málstað Þjóðverja, og þeir hefðu verið þess umkomnir, að rétta hlut sinn í áframhald- andi styrjöld. Hinir hörðu kostir sem þeir urðu að sæta, eru fyrst og fremst afleiðing þess, að þeir höfðu beðið lægra hlut í stríði. Þó að það sé vel vitað, að Woo- drow Wilson, forseti Bandaríkj- anna, hafi ætlað Þjóðverjum rýmri kjör með friðarsamning- unum en raun bar vitni um, þá er hittt og jafnvíst, að Þjóðverj- ar lögðu ekki niður vopn af þeim ástæðum fyrst og fremst. Raun- verulega gáfust þeir upp, af því að ósigurinn var óhjákvæmilegur. — Og mikið má vera, ef Þjóð- verjar hefðu reynzt sanngjarnari, þótt sigurinn hefði komið í þeirra hlut. Því verður ekki á móti mælt, að þeir ætluðu sér drjúgan skerf landvinninga í Evrópu, ef þeir hefðu mátt „skera um og skapa“ örlög landa og lýðs hér í álfu að ófriðnum loknum. Nú víkur sögunni heim til 6 Þýzkalands. Haustið 1918 var á- standið orðið mjög ískyggilegt. í október átti sér stað uppreisn í flotanum. Vilhjálmur keisari II., sem fann jörðina riða undir fót- um sér, flutti aðsetursstað sinn frá Berlín og til Spa. í landinu ríkti algert upplausnarástand. Kröfur komu fram um það, að keisarinn færi frá völdum, og þegar hann fann fullkominn van- mátt sinn til að láta halda uppi lögum og reglu, varð hann við þeim. Aðfaranótt 10. nóv. flúði hann til Hollands. Þýzka keisara- dæmið leystist upp og lýðveldi reis á rústum þess. Örðugleikarn- ir virtust ósigrandi fyrir hina nýju stjórnendur. Þjóðverjar voru raunverulega búnir að tapa stríð- inu, ástandið innanlands var hið hraklegasta, róttækasti og óeirða- gjarnasti hluti verkalýðsins hafði gert uppreisn í sumum landshlut- um gegn hinu unga lýðveldi, og sett á stofn „ráð“ verkamanna og bænda að rússneskri fyrirmynd. Bandamenn settu harða vopna- hlésskilmála, sem stjórnin sá sig til neydda að ganga að vegna framangreindra ástæðna. Ringulreiðin í landinu óx æ því meir sem nær leið áramótum. Kommúnistaflokkur var formlega stofnaður á nýársnótt 1918—1919. Lýðveldið var á heljarþröm, og sennilega getur enginn gert sér grein fyrir því til fulls, hve lítið vantaði til, að kommúnisminn yrði ofan á í Þýzkalandi upp úr nýár- inu. Framhjá þessu tókst þó stjórninni að stýra. f janúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.