Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 9
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A
fóru fram almennar kosningar,
sem voru tvímælalaus sigur fyrir
lýðræðisflokkana. Þingið kom
saman í Weimar og þar var Fried-
rich Ebert kosinn forseti lýðveld-
isins.
Þetta er aðeins upphaf þeirra
hörmunga, sem hið nýja þýzka
ríki, „annað ríkið“, átti við að
stríða. Hinir hörðu friðarsamn-
ingar voru undirskrifaðir um vor-
ið, af því að annarra kosta var
ekki völ. Fjárhagur ríkisins var í
miklu öngþveiti og um haustið
voru skattar hækkaðir stórkost-
lega. Gaf það þeim mönnum, er
börðust fyrir endurreisn hins
gamla stjórnarforms, byr undir
báða vængi, og veikti stórlega álit
lýðveldisins. Snemma á árinu 1920
hófst uppreisn gegn lýðveldis-
stjórninni, Kapp, fyrrum prúss-
neskur embættismaður, gerðist
rikiskanzlari og uppreisnarmenn
höfðu Berlín á valdi sínu. Valda-
töku Kapp var svarað með alls-
herjarverkfalli og hann gafst upp
eftir fáa daga, þegar hann sá,
við hvílíka feikna örðugleika var
að etja í stjórn landsins. Á næstu
árum áttu sér stað tíð stjórnar-
skipti. Fjárhags- og atvinnulíf
landsins var lamað vegna landa-
missis og hernaðarskaðabóta. —
Gengið var mjög óstöðugt og at-
vinnuleysi mikið. Snemma árs
1923 var sendur frakkneskur her
inn í Ruhr-héraðið, til þess að sjá
um afhendingu á kolum og trjá-
viði, sem Þjóðverjar áttu að láta
af höndum upp í skaðabóta-
greiðslurnar. Einangrun Ruhr-
héraðsins frá öðrum hlutum
Þýzkalands orsakaði vaxandi
kreppu fyrir atvinnuvegina yfir
höfuð. í kjölfar þess sigldi ægilegt
gengisfall. Þýzkir peningar urðu
nálega einskis virði. 19. sept. stóð
markið í 182 milj. miðað við doll-
ar. Enginn gat gert sér grein fyrir,
hvað við mundi taka. Borgara-
styrjöld gat brotizt út hvenær
sem var, og ekki var annað sýnna
en dagar hins unga lýðveldis væru
taldir.
Á þessum örlagatímum lætur
Adolf Hitler og hans flokkur í
fyrsta sinni til sín taka í þýzkum
stjórnmálum. Árið 1918 hafði
handiðnaðarmaðurinn A n t o n
D r e x 1 e r stofnað félagsskap í
Múnchen, sem síðar var kallaður
„þýzkur verkamannaflokkur". —
Meðal stofnendanna voru menn
eins og Röhm og G. Feder og árið
1919 bættist Hitler í hópinn. Voru
meðlimir flokksins þá sjö talsins.
Þegar hér var komið, var flokkur-
inn orðinn mun fjölmennari og
skipulag hans komið á fastan
fót. Hitler bjóst við, að upplausn-
arástandið 1923 væri fylling tím-
ans fyrir sig og sína menn. Gerði
hann þá uppreisnartilraun, sem
síðan er fræg orðin. Hún mis-
heppnaðist með öllu, og Hitler
var dæmdur til fangelsisvistar.
Lét hann síðan ekkert á sér bera
um hríð.
Ástandið í landinu fór nú held-
ur batnandi. Þjóðverjum var
sýnd meiri linkind í skaðabóta-
greiðslunum en áður og setuliðið
var látið rýma Ruhr-héraðið. —
7