Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 9

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 9
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A fóru fram almennar kosningar, sem voru tvímælalaus sigur fyrir lýðræðisflokkana. Þingið kom saman í Weimar og þar var Fried- rich Ebert kosinn forseti lýðveld- isins. Þetta er aðeins upphaf þeirra hörmunga, sem hið nýja þýzka ríki, „annað ríkið“, átti við að stríða. Hinir hörðu friðarsamn- ingar voru undirskrifaðir um vor- ið, af því að annarra kosta var ekki völ. Fjárhagur ríkisins var í miklu öngþveiti og um haustið voru skattar hækkaðir stórkost- lega. Gaf það þeim mönnum, er börðust fyrir endurreisn hins gamla stjórnarforms, byr undir báða vængi, og veikti stórlega álit lýðveldisins. Snemma á árinu 1920 hófst uppreisn gegn lýðveldis- stjórninni, Kapp, fyrrum prúss- neskur embættismaður, gerðist rikiskanzlari og uppreisnarmenn höfðu Berlín á valdi sínu. Valda- töku Kapp var svarað með alls- herjarverkfalli og hann gafst upp eftir fáa daga, þegar hann sá, við hvílíka feikna örðugleika var að etja í stjórn landsins. Á næstu árum áttu sér stað tíð stjórnar- skipti. Fjárhags- og atvinnulíf landsins var lamað vegna landa- missis og hernaðarskaðabóta. — Gengið var mjög óstöðugt og at- vinnuleysi mikið. Snemma árs 1923 var sendur frakkneskur her inn í Ruhr-héraðið, til þess að sjá um afhendingu á kolum og trjá- viði, sem Þjóðverjar áttu að láta af höndum upp í skaðabóta- greiðslurnar. Einangrun Ruhr- héraðsins frá öðrum hlutum Þýzkalands orsakaði vaxandi kreppu fyrir atvinnuvegina yfir höfuð. í kjölfar þess sigldi ægilegt gengisfall. Þýzkir peningar urðu nálega einskis virði. 19. sept. stóð markið í 182 milj. miðað við doll- ar. Enginn gat gert sér grein fyrir, hvað við mundi taka. Borgara- styrjöld gat brotizt út hvenær sem var, og ekki var annað sýnna en dagar hins unga lýðveldis væru taldir. Á þessum örlagatímum lætur Adolf Hitler og hans flokkur í fyrsta sinni til sín taka í þýzkum stjórnmálum. Árið 1918 hafði handiðnaðarmaðurinn A n t o n D r e x 1 e r stofnað félagsskap í Múnchen, sem síðar var kallaður „þýzkur verkamannaflokkur". — Meðal stofnendanna voru menn eins og Röhm og G. Feder og árið 1919 bættist Hitler í hópinn. Voru meðlimir flokksins þá sjö talsins. Þegar hér var komið, var flokkur- inn orðinn mun fjölmennari og skipulag hans komið á fastan fót. Hitler bjóst við, að upplausn- arástandið 1923 væri fylling tím- ans fyrir sig og sína menn. Gerði hann þá uppreisnartilraun, sem síðan er fræg orðin. Hún mis- heppnaðist með öllu, og Hitler var dæmdur til fangelsisvistar. Lét hann síðan ekkert á sér bera um hríð. Ástandið í landinu fór nú held- ur batnandi. Þjóðverjum var sýnd meiri linkind í skaðabóta- greiðslunum en áður og setuliðið var látið rýma Ruhr-héraðið. — 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.