Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 11

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 11
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A málaflutningur hefir haft. Þegar afkoma almennings er sæmileg, ber lítið á nazistunum. Fylgi þeirra er þá hverfandi, og þeir hafa mjög hægt um sig. Þegar miklir örðugleikar steðj a að, eins og t. d. 1929, vex fylgi þeirra hins vegar gífurlega. Fólkið örvæntir. Það grípur fegins hendi þessa skýringu á örðugleikunum og vill auðvitað ekki láta sitt eftir liggja að bæta úr þeim. Hagur þess hefir lengst af verið mjög ótryggur síðan lýðveldið var stofnað. Hví skyldi þá ekki geta skeð, að skipulagið væri orsökin? Og nú er annað skipulag fengið, skipulag ofbeldis og kúgunar. Að þessu sinni verður ekki rætt um kjör og hag þýzku þjóðarinnar undir því. Ef til vill gefst tækifæri til þess síðar. En grunur minn er sá, að margur almennur kjósandi sem greiddi nazistum atkvæði 1930 og 1931, mundi ráðstafa at- kvæði sínu á annan veg nú, ef hann væri frjáls og sjálfráður gerða sinna. Það er hægra að af- sala sér frelsinu en heimta það aftur. * Það má fullljóst verða af fram- anrituðu, að andófið gegn lýðræð- inu er ekki auðsótt, þegar svo mjög verður að seilast um öxl í samanburði þess og einræðisins. Þessir tveir vinnumenn Hitlers og Stalins á íslandi hafa gert það, sem í þeirra valdi stóð. Málstað- urinn er ekki betri en þetta. Knútur Arngrímsson er sæmilega ritfær maður og Halldór Laxness er mikill rithöfundur. Einræðis- herrarnir eiga ekki öðrum á að skipa, sem líklegri eru til að geta haldið betur á málstað þeirra. En lítið vex gengi þeirra á íslandi við skrif Halldórs og Knúts. Sá fyrr- nefndi er mjög seinheppinn í málaflutningi sínum fyrir rúss- nesku stefnuna. Annars vegar leggur hann áherzlu á, að ekki megi bera saman hinar menntuðu og frjálsu Norðurlandaþjóðir, og hina ómenntuðu,ruddalegu Rússa, er öld eftir öld hafi verið kúgaðir og hart leiknir, enda þótt þeir með byltingunni og nýjum þjóðfélags- háttum hafi gert stórt átak til þess að manna sig upp. En hins vegar ætlast hann til, að bylting- in og skipulagið geti verið fyrir- mynd fyrir almenning hér á ís- landi, sem að hans dómi er gagn- menntaður, á sér langa og merki- lega sögu, og má þess vegna ekki á neinn hátt jafnast saman við alþýðu manna í Rússlandi. Það hlýtur að þurfa mikil brjóstheil- indi til þess að geta flutt mál sitt á þennan hátt, og ekki er það vænlegt til áhrifa. — Knútur er ekki heldur líklegur til að áorka miklu fyrir sinn húsbónda. Boð- skapur hans um „brennandi of- stæki“ og algert réttleysi and- stæðinga sinna, fellur ekki í geð íslendinga. Þeim er meira að skapi að taka afstöðu til manna og málefna eftir rólega íhugun, en láta glóðhitaðaröfgatilfinning- ar hlaupa með sig í gönur. En það er bersýnilegt, að Knútur breytir samkvæmt þessum kenningum. Það er ekki dómgreind eða rök- 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.