Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 17
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A
Runólfur Sveinsson:
Þegn^kylda
Á Alþingi 1903 bar Hermann heitinn
Jónasson frá Þingeyrum fram tillögu um
þegnskylduvinnu. Hún vakti mikla eftirtekt
og umræður, en náði ekki samþykkti þings-
ins. — Runólfur Sveinsson, skólastjóri á
Hvanneyri, rœðir þetta mál í eftirfarandi
grein, og telur hann sterk rök mcela með
því, að þegnskyldan verði tekin uþp nú. —
Vaka mun rœða þessa hugmynd nánar
síðar.
I.
ft heyrist í ræöu
talað um menn-
ingarþjóðir, eða hinn
menntaða heim, og oft
er í ritum mikið um
þessi hugtök skrifuð.
— Þótt flestir virðist
skilja, við hvað sé átt,
þegar talað er um menn-
ingarþjóðir, þá býst ég
við, að mörgum vefðist tunga um
tönn, ef þeir væru beðnir um
skýringu á því, hvað væri menn-
ingarþjóð og hvað ekki.
Það er til margskonar skipting
á mannkyninu, s. s. eftir upp-
runa, löndum, hörundslit og ýmsu
fleiru. Þessar og fleiri aðgrein-
ingar falla sjaldnast saman við
það, þegar við tölum um og ger-
um greinarmun á menningar-
þjóðum annars vegar og villi-
mönnum eða skrælingjum hins
vegar.
Um uppruna manna hér á
þessum hnetti, eru menn tæpast
á eitt sáttir ennþá og langt í
fjarska og óljóst er um hina
fyrstu sambúð mannanna eða
myndun þjóðfélaganna á jörð-
inni. Hitt er líklegt, að félags-
skapur í einhverri mynd, t. d.
milli karls og konu, muni vera
jafn gamall mannkyninu. Frá
hinum frumstæðasta félagsskap
hafa svo þjóðfélögin myndazt og
þróazt um þúsundir ára.
Til eru menn, sem álíta að villi-
mennirnir séu einu frjalsu menn-
irnir hér á jörðinni. Þeir hafi eng-
in lög eða reglur að lifa eftir og
geti því hver einstaklingur hag-
að sér til orða og verka eftir sín-
um eigin geðþótta. En einstak-
lingar menningarþjóðanna séu
bundnir og rígskorðaðir á einn
bás eftir óteljandi lagaboðum,
reglum og venjum, og geti því
15