Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 18
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
aldrei um frjálst höfuð strokið.
Það mun heldur ekki óalgengur
hugsunarháttur, bæði hér á landi
og annars staðar, að öll lög séu
aðeins til þvingunar, og skyldi
menn til eins og annars, og
gleymist þá oft alveg þau rétt-
indi, sem mönnum eru sköpuð
með lögum.
Við þessu er í stuttu máli þetta
að segja:
í fyrsta lagi hafa villimanna-
flokkarnir sín lög og venjur og
oft miklu strangari heldur en
nokkur menningarþjóð. Og þótt
lög villimannanna séu ekki skráð,
þá er þess vandlega gætt, að þeim
sé hlýtt og eru refsingar mjög
harðar, ef útaf er brugðið.
í öðru lagi verða einstaklingar
þeirra þjóðfélaga, sem telja sig
tilheyra menningunni, að skilja
að öll lög og reglur, sem raun-
verulega skapa þjóðfélögin, hafa
ávallt orðið til fyrir þörf einstak-
linganna sjálfra og eru fyrst og
fremst miðuð við það, að þau séu
borgurunum, hverjum og einum
og í heild, fyrir beztu. Lögin skapa
okkur réttindi, og sá, sem krefst
réttinda, verður að ganga undir
skyldur í hlutfalli við þau.
Hverjum einstakling innan
hvers þjóðfélags ber að leggja
fram, beint og óbeint, vinnu og
fé til opinberra gjalda, sem kall-
að er, eða til reksturs ríkisins, —
þjóðfélagsins í heild. Hversu mik-
ið þetta framlag er, fer eftir ýms-
um ástæðum, en búast má við,
að hjá fámennum þjóðum verði
þetta framlag hlutfallslega hærra
16
heldur en þeim fjölmennu, og
hærra í strjálbyggðu landi, en
þéttbyggðu. Að þessu leyti stönd-
um við íslendingar illa að vígi
að reka okkar þjóðarbúskap. Við
komumst ekki hjá því, að hafa
fjölda embættismanna. Við verð-
um að byggja og reka skóla. Við
verðum að halda uppi samgöng-
um bæði á sjó og landi o. m. fl.
Samgöngumálin eru og verða
þjóðfélagi okkar alveg sérstaklega
erfið, vegna þess hve landið er
strjálbýlt, óslétt, vatnaríkt og
snjóþungt. — í margar aldir voru
hér engir vegir, engar brýr og
engar bryggjur eða lendingar-
staðir nema frá náttúrunnar
hendi. Á landi voru aðein:; óljósir
troðningar eftir menn og hesta,
og margar stórárnar illar yfir-
ferðar. Það tók marga daga að
komast vegalengdir, sem bílar
nútímans þjóta á fáum klukku-
stundum. Og að komast yfir
spillt vötn að vetrarlagi gat tekið
fleiri daga, sem bifreið ekur í dag
á broti úr mínútu. Síðasta manns-
aldurinn, og þó sérstaklega síð-
ustu einn til tvo áratugina, hafa
íslendingar lagt fram geysifé í
samgöngur bæði á sjó og landi,
miðað við íbúatölu og efnahag
landsins. Það verður ekki hægt að
halda áfram með sama hraða í
lagningu vega og brúargerðum.
Pjárhagur landsins leyfir það
ekki. Vegirnir eru þó landbúnaði
okkar sú lífæð, sem flytur nær-
ingu framleiðslunnar til og frá
innan- og utanlands mörkuðum.
Þrátt fyrir það, að síðustu 10 árin