Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 19

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 19
2. árg. . jan.-marz 1939 VAKA hafi verið lagðir lengri og betri vegir, gerðar fleiri og stærri brýr, en nokkru sinni fyrr í sögu lands og þjóðar, þá höfum við samt ekki fylgt eftir þeirri hröðu þróun, sem orðið hefir á samgöngutækjum landsins. Víða á landi hér hafa bílarnir „rutt vegina“ og „brúað vötnin“. Svo að segja í öllum hér- uðum landsins hafa bílar „hald- ið uppi ferðum" um lengri eða skemmri tíma á algjörðum veg- leysum. Margir hinna íslenzku bifreiðastjóra hafa sýnt frábær- an dugnað í slíkum ferðalögum. Útlendingar, sem hér hafa ferðazt og e. t. v. aldrei ekið bíl á öðru en asfalteruðum eða steyptum vegum, hefðu aldrei gert sér hug- myndir um hvað hægt er að aka bifreið, fyr en þeir sáu íslenzkan bifreiðastjóra aka yfir Markar- fljót, Múlakvísl á Mýrdalssandi, fyrir Hvalfjörð 1930, Reykjadals- heiði, Kaldadal og víðar. íslenzku vegirnir eru yfirleitt illa gerðir og slæmir. Ekki af því, að verkfræðingar okkar viti ekki hvernig góðir vegir skulu gerðir, heldur Vegna hins, að við höfum bara ekki haft efni á að „púkka“ með þykku grjótlagi, as- faltera eða steypa vegi yfir fjöll og firnindi. Það verður tæpast reiknað með tölum það tjón, sem þjóðarbú- skapurinn í heild verður fyrir vegna vondra vega eða slæmra samgangna. Á vondum vegum eyðist margfalt meira bensín og bílarnir endast mörgum sinnum verr. Flutningar verða því dýrir og minna flutt en ella. Það er ár- lega kvartað undan hinu mikla viðhaldi vega hér á landi. Árlegt framlag ríkissjóðs til viðhalds þjóð- og sýsluvegum, nálgast nú óðum miljónina og það er raun- verulega útilokað, að ríkissjóður hafi möguleika á að leggja það fé fram, hvað þá meira. Viðhald veganna er þó raunar fyrir neð- an það, sem telja verður lág- marks þörf. Haust og vor stöðvast oft umferð að meira og minna leyti í mörgum héruðum lands- ins, þótt snjólaus jörð sé, vegna holklaka og bleytu á vegunum. Jafnvel um hásumarið verða „lagðir“ vegir á þurru landi hálf ófærir eftir nokkurra daga rign- ingu. Stöðugt berast að úr öllum sveitum landsins fleiri og meiri kröfur um aukið framlag til við- halds og nýlagningu vega. Þess- um, í flestum tilfellum alveg rétt- mætu og eðlilegu kröfum og þörf, sem þær eru byggðar á, er ekki og verður ekki hægt að sinna á kom- andi árum. Hjá stærri þjóðum og þar, sem þéttbýlla er og frjósamara en hér, er vega- og brúarkostnaður oft mikill. En efnin eru þar líka meiri og framleiðslan getur borið uppi dýrar samgöngur. Frændþjóðir okkar hafa ráð á að asfaltera og steypa vegina og Þjóðverjar „steypa upp“ vegakerfi sitt, svo að fyrirmynd er að. (Autostrasse). Að einu leyti má þó segja, að við íslendingar stöndum betur að vígi í lífsbaráttunni en flestar 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.