Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 23

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 23
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A húsabyggingum, ræktun landsins, matjurtarækt, skógrækt eða ein- hverju þörfu, aðkallandi verki, án þess að krefjast fyrir fram taxtakaups — já, og jafnvel fyrir fleiri klukkutíma en unnir eru? Á það að vera „móðins“ að krefj- ast réttinda frá öllum hliðum veraldlegra gæöa, en loka augun- um fyrir skyldunum við guð og þjóðfélagið? Ef íslendingar finna ekki neina köllun hjá sér til þess að starfa, ekki aðeins sjálfs sín vegna, fyrir sínu eigin brauði, heldur og líka vegna þjóðfélagsins í heild, þá flosna þeir upp. En ég trúi ekki, að íslenzkir æskumenn bregði búi og ráðist í vinnumennsku til Ástralíu. Ég trúi heldur ekki, að íslenzka þjóðin í heild vilji ráða sig í vinnumennsku til Þjóð- verja eða Rússa. — Ég trúi, að íslenzk æska kjósi heldur, þeg- ar allt kemur til alls, að leggja eitthvað í sölurnar fyrir ættjörð sína. Við ættum ekki síður að gera það en aðrar þjóðir. Af þeim er krafizt lífs og lima, en af okk- ur aðeins vinnu í þágu alþjóðar. íslenzku skáldin yrkja nú hvorki eins mörg, fögur né eldheit ætt- jarðarkvæði og áður. Á yfirborð- inu höfum viö í taili „gleymt“ ætt- jörðinni. En ég er sannfærður um, að ef gengið verður á rétt okkar af erlendum þjóðum, rennur blóðið til skyldunnar og ættjarð- arástin brennur aftur í hjörtum okkar. — Þrátt fyrir allt elskum við enn landið okkar og viljum frelsi þess og farsæld. — Innst inni getur við eflaust haldið á- fram að taka undir með Guð- mundi Magnússyni og flutt möður okkar þá játningu, að við viljum berjast til hennar láns fram á síðustu stund. Duglegur íslenzkur bóndi vildi vekja áhuga einkasonar síns fyrir búskap, og varðveita tengsl hans við heima- haga og sveitalíf. Hann fór að sem hér segir: Þegar dreng- urinn var 15 ára að aldri, lét faðir hans hann fá land Merkileg tll ræktunar og hjálpaði honum til að girða landið og reisa fjárhús fyrir tuttugu kindur. Pilturinn er þegar tílraUU búinn að slétta og rækta nokkuð af landi sínu. Á vetrum hirðir hann kindur sínar sjálfur. Hann færir bækur yfir búskap sinn og venst á allar reglur, sem myndar- legum bónda eru tamar. Auðvitað á hann margt eftir að læra, því að piltur þessi er enn ekki af unglingsárum, en það er áreiðanlega þegar komið í ljós, að þessi merki- lega tilraun er líkleg til að treysta tryggð unglingsins við átthaga sína og hin sjálfstæðu framleiðslustörf bóndans. Er ekki ástæða til fyrir fleiri bændur að gefa gaum að þessu? 21

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.