Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 24

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 24
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 • Dugnadarmenn III. • Arnf Kjarnarsoii Árni er fœddur að Pálsgerði í Höfðahverfi við Eyjafjörð 4. fe- brúar árið 1910. Þaðan fluttist hann tuttugu og tveggja ára gamall og tók að stunda bifreiðaakstur á Akureyri. Hugðist hann að gera það að framtíðaratvinnu sinni. En þegar til kom, festi hann ekki yndi í kaupstaðnum. Eftir fjögur ár ákvað hann að láta af starfi sem bifreiðarstjóri. Bauðst honum þá föst staða á Akureyri, en hann þáði ekki það boð, því að hugur hans stefndi að rœktun og sveitavinnu í lok ársins 1936 fluttist Árni að Mógili á Svalbarðsströnd og vorið eftir kvœntist hann dóttur bóndans þar, Gerði Sigmarsdóttur. Árið áður hafði hann tekið land á leigu og látið brjóta af því tvcer dag- sláttur. Vorið 1937 sáði hann kartöflum í þessar tvcer dagsláttur, en vegna árferðisins varð uppskeran vonum minní. Vorið 1938 sáði hann á 2% dagsláttu lands og fékk góða uppskeru. Sama vor sáði hann grasfræi í þœr tvœr dagsláttur, sem hann hafði áður sáð í kartöflum. Síðastliðið haust braut Árni enn 2% dagsláttu og í vor œtlar hann að sá kartöflum í fimm dagsláttur. Vandaða kartöflugeymslu, sem rúmar 80 tunnur, reisti Árni árið 1936 og nú í sumar œtlar hann að byggja aðra geymslu, sem er fyrirhugað að rúmi 400 tunnur. Árni er dugnaðarmaður í orðsins víðtœkustu merkingu. Hann sýnir fölskvalausan áhuga fyrir hverju þvi verki, sem hann gengur að, og afköstin sýna dugnaðinn. En þó að hann sé góður liðs- maður á vettvangi margra ólíkra starfsgreina, eiga ræktunarstörfin ríkust ítök í huga hans og að þeim vill hann fyrst og fremst beina starfsorku sinni. Árni er bindindismaður á tóbak og áfengi. Hann hefir nokkuð lagt stund á íþróttir, t. d. hefir hann tvívegis synt yfir Eyja- fjarðarál, í annað skiptið fram og til baka, án þess að taka sér hvíld. Hann er bókamaður mikill. Les mikið og á eitt af stœrstu bókasöfnum sem til eru í einstakra manna eigu hérlendis. Það er ánœgjulegt að kynnast Árna Bjarnarsyni. Viðkynningin við hann, og aðra honum líka, skapar ósjálfrátt aukna bjartsýni um framtíð íslenzku þjóðarinnar. 22

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.