Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 27

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 27
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A lýðræði, frelsi, jafnrétti og bræðr- alag. Mikils er hatrið megnugt og sterkara en kærleikurinn! Sannleikurinn er sá, að með bylt- ingum hefir aldrei tekist að skila þroskuðum lýðræðisþjóðum fram á veg. Byltingin tilheyrir öðru lægra þroskastigi. Það eru ekki nema Balkanþjóðir og Suður- Ameríkukreólar, sem brúka bylt- ingu í stað kosninga. Byltingin er grá fyrir vopnum. Hún setur her- manninn í sæti stjórnspekingsins. Hún er hrædd um sig, jafnvel eft- ir að hún hefir sigrað og heldur áfram aftökum og morðum. Frjáls hugsun og skoöanamunur er kallað gagnbylting og mótrökin eru færð fram með öxi böðulsins. Hún fer í loftköstum að markinu. Hinn nýi gróður við byltingahit- ann gerist í glerhúsi. Það, sem fær staðizt til frambúðar, er sízt meira en það, sem ávinnst fyrir friðsam- lega þróun í öruggum lýðræðis- löndum. Þar um bera hin grízku smáríki til forna og Norðurlönd nú á dögum gleggstan vott. Það, sem lengi á að standa, þarf að vaxa hægt. Skilyrði fyrir því, að umbætur verði varanlegar er, að breyting verði jafnframt á inn- ræti og hugsunarhætti. En mann- legt eðli breytist hægt til batnað- ar.þó það geti hrapað niður í villi- mensku á skömmum tíma. Og sú stökkbreyting gerist ósjaldan fyr- ir tilverknað ófriðar og byltingar, Þegar hemlar hægþroska menn- ingar eru teknir frá og öllum isegstu hvötum er sleppt lausum til gereyðingar á andstæðingnum. Nú skulu menn ekki ætla, að ég óttist yfirvofandi byltingu í þessu landi. Til þess sé ég engin merki. Vér lifum að vísu á óvenju- legum breytinga tímum. Kaup- staðir hafa dregið til sín alla fólksaukningu landsins í tvo ára- tugi, en eldra fólkið lifir enn á gömlum sveitamerg og unga fólk- ið tekur vaxandi þátt í sumar og vetraríþróttum. En rætur þess standa þó helzt til grunnt í ís- lenzkri menningu. Og það undar- lega er, að þeir kenna sig helzt við þjóðernisstefnu, sem rótslitn- astir eru. En þess var aldrei að vænta, að ný kaupstaðamenning sprytti alvopnuð úr höfði Seifs. Utanaðkomandi truflanir á við- skiptum og atvinnulífi valda nú miklum erfiðleikum, en undir niðri er mönnum Ijóst, hvað veld- ur, og vita, að ekki verður úr bætt nema með samtökum og skipu- lagi. — Skattar og skyldur eru há- ir, en valda þó miklu um að gera kjör þegnanna jafnari. Og sízt yrði úr bætt með því að bæta ofan á innlendum herkostnaði, fanga- herbúðum og öllu því, sem nú ger- ir skattþunga einræðisríkj anna meiri en nokkurra lýðræðislanda. Engin þessi viðfangsefni eru of- vaxin lýðræðinu, en hvetja þó til meiri samtaka og samhugs en stundum áður hefir ríkt. Bylting er hér engin yfirvofandi, en hitt er illþolandi, að einstaka menn, sem þó ættu að hafa aldur og þroska til annars, skuli daðra við byltingarmöguleikann í orði og augnaráði. Það spillir stjórnmál- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.