Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 29
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A
Jón Pálmason:
Landanrar o» laiinakjöi*
egar verðbólga stríðsáranna
truflaði allar fyrri hug-
myndir fjölda manna hér á landi
um fjármál og viðskiptagætni,
þá raskaðist meira en áður hafði
þekkzt það samræmi, sem lengi
hafði verið ríkjandi í viðskiptum
manna á milli. Allar þær miklu
sveiflur, sem síðan hafa orðið
á peningagildi og viðskiptajafn-
vægi, hafa haft í för með sér
margvíslegar og óheillavænlegar
breytingar í fjármálum þjóðar-
innar. Mætti því til sönnunar
mörg dæmi færa. Eitt hið eftir-
tektarverðasta er það, að mörg
undanfarin ár hafa framleiðend-
ur í landinu verið að tapa sínum
eignum sökum reksturshalla, en
jafnhliða hefir launamönnum
landsins verið goldin dýrtíðar-
uppbót á sín laun, auk ýmissa
annara fríðinda á einn og annan
veg. Þegar slíkt getur átt sér stað
jafnvel í árum eins og 1932, þegar
framleiðsluvörur eru í svo lágu
verði, að við fullkomnu hruni
liggur, eins og þá var um land-
búnaðarframleiðsluna, þá er eng-
in furða, þó að menn fari að hug-
leiða, hvaða orsakir eru til, og
hvernig megi koma í veg fyrir
að þvílíkar fjarstæður endurtaki
sig aftur og aftur. Orsökin er
augljós og felst í því, svo að þetta
eina dæmi sé nefnt, að þegar dýr-
tíðaruppbót er reiknuð út, þá er
ekki miðað við framleiðsluvörur
landsins einar saman, heldur eru
teknar með í reikninginn að-
fluttar nauðsynj avörur,. húsaleiga
o. fl. Með þeim hætti er launa-
stéttin tryggð fyrir óhöppunum,
þó að grunnurinn undir fjárhags-
getu þjóðfélagsins sé að eyði-
leggjast.
Þetta er eitt af mörgum al-
kunnum dæmum um þá röskun,
sem orðið hefir i þjóðfélaginu á
undanförnum árum. Röskun, er
hefir haft í för með sér svo mikið
öfugstreymi í þjóðlífinu, að furðu
sætir. Má með fullum rétti segja,
að í því efni sé sýkin orðin svo
megn, að eigi megi lengur við una.
Flestir uppvaxandi menn vilja
forðast að reka framleiðslu á
eigin ábyrgð. Fólkið fæst ekki til
heilbrigðrar sveitavinnu við betri
skilyrði en þó hafa áður þekkzt,
en jafnhliða er þúsundum manna
haldið uppi með óarðbærri at-
vinnubótavinnu, á sveitarfram-
færi og við ónauðsynleg launa-
störf í bæjunum. Hærri leiga er
borguð fyrir lítið herbergi í höf-
uðstaðnum en sæmilegar jarðir í
góðsveitum landsins. Góðar jarðir
fara í eyði hópum saman, en mil-
jónum króna er jafnhliða varið
27