Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 29

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 29
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A Jón Pálmason: Landanrar o» laiinakjöi* egar verðbólga stríðsáranna truflaði allar fyrri hug- myndir fjölda manna hér á landi um fjármál og viðskiptagætni, þá raskaðist meira en áður hafði þekkzt það samræmi, sem lengi hafði verið ríkjandi í viðskiptum manna á milli. Allar þær miklu sveiflur, sem síðan hafa orðið á peningagildi og viðskiptajafn- vægi, hafa haft í för með sér margvíslegar og óheillavænlegar breytingar í fjármálum þjóðar- innar. Mætti því til sönnunar mörg dæmi færa. Eitt hið eftir- tektarverðasta er það, að mörg undanfarin ár hafa framleiðend- ur í landinu verið að tapa sínum eignum sökum reksturshalla, en jafnhliða hefir launamönnum landsins verið goldin dýrtíðar- uppbót á sín laun, auk ýmissa annara fríðinda á einn og annan veg. Þegar slíkt getur átt sér stað jafnvel í árum eins og 1932, þegar framleiðsluvörur eru í svo lágu verði, að við fullkomnu hruni liggur, eins og þá var um land- búnaðarframleiðsluna, þá er eng- in furða, þó að menn fari að hug- leiða, hvaða orsakir eru til, og hvernig megi koma í veg fyrir að þvílíkar fjarstæður endurtaki sig aftur og aftur. Orsökin er augljós og felst í því, svo að þetta eina dæmi sé nefnt, að þegar dýr- tíðaruppbót er reiknuð út, þá er ekki miðað við framleiðsluvörur landsins einar saman, heldur eru teknar með í reikninginn að- fluttar nauðsynj avörur,. húsaleiga o. fl. Með þeim hætti er launa- stéttin tryggð fyrir óhöppunum, þó að grunnurinn undir fjárhags- getu þjóðfélagsins sé að eyði- leggjast. Þetta er eitt af mörgum al- kunnum dæmum um þá röskun, sem orðið hefir i þjóðfélaginu á undanförnum árum. Röskun, er hefir haft í för með sér svo mikið öfugstreymi í þjóðlífinu, að furðu sætir. Má með fullum rétti segja, að í því efni sé sýkin orðin svo megn, að eigi megi lengur við una. Flestir uppvaxandi menn vilja forðast að reka framleiðslu á eigin ábyrgð. Fólkið fæst ekki til heilbrigðrar sveitavinnu við betri skilyrði en þó hafa áður þekkzt, en jafnhliða er þúsundum manna haldið uppi með óarðbærri at- vinnubótavinnu, á sveitarfram- færi og við ónauðsynleg launa- störf í bæjunum. Hærri leiga er borguð fyrir lítið herbergi í höf- uðstaðnum en sæmilegar jarðir í góðsveitum landsins. Góðar jarðir fara í eyði hópum saman, en mil- jónum króna er jafnhliða varið 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.