Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 34

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 34
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 yrkju og aldinrækt og hafa mjög keppt við Kaliforniu á síðari ár- um um framleiðslu og sölu góðra aldina. Á þennan hátt hafa þeir skapað verðmæti fyrir fósturland sitt, en chileanskur rithöfundur hryggist þó yfir því, að land sitt sé klofið í tvennt vegna þýzkra áhrifa. Þjóðverjar í Chile nálgast það að vera ríki í ríkinu. Þeir tala þýzkt mál, sitja á bjór- drykkjustofum sínum að þýzkum sið, syngja þýzka söngva og hrópa: „Deutsch ist die Saar.“ Eftir að Hitler tók við völdum í Þýzkalandi, hafa þýzkar byggðir í báðum hlutum Ameríku magn- azt mjög af samheldni og sér- hyggju. Þjóðverjinn snýr sér vanalega að þeim starfssviðum, þar sem auðveldast er að útrýma samkeppni. í Ameríku eru járn- vörubúðir vanalega eign Þjóð- verja. Svo er og um hljóðfæra- og nótnabúðir. Myndskurður, fínni prentun og ýmiskonar efnagerð er einnig vanalega í þeirra höndum. í Mið-Ameríku og Braziliu eru Þjóðverjar mikils ráðandi í kaffiframleiðslunni. í Mexico, Braziliu og Peru ráða þeir yfir þýðingarmiklum vefnaðar- vöruverksmiðjum, og í Cerro de Pasco í Andesfjöllum, 3000 metra fyrir ofan hafflöt, er þýzk lita- verksmiðja. í Peru hefir Kruppfirmað þýzka reist stálmyllur og vopnasmiðjur. Hugo Stinnes, þýzki auðmaður- inn, á víðlend olíuhéruð í Argen- tínu, og þýzka firmað Golden- meisters er orðinn þýðingarmik- 32 ill aðili í nitrate-framleiðslu Chile. í Braziliu hafa Þjóðverjar kom- izt yfir auðugar járn-, kopar- og nikkel-námur, auk rúmlega mil- jón ekra af olíulandi í Matto Grosso. * Þjóðverjar hafa stöðugt aukið verzlun sína við Suður-Ameríku, sérstaklega síðan 1930. í Mið- Ameríku óx verzlun Þjóðverja um 500% á árunum 1933—36. Nicara- gua kaupir öll sín hernaðartæki af Þjóðverjum og ítölum, Salva- dor einnig; áður voru Banda- ríkjamenn þar einir um hituna. Mexico hefir um langan aldur verið í sterkum verzlunarsam- böndum við Bandaríkin og Bret- land. Á þessu hefir orðið breyting. Þjóðverjar skipa þar nú annað sæti og hafa þeir þokað Bretum niður í þriðja. Nýlega hafa Þýzka- land og Mexico gert gagnkvæma verzlunarsamninga í sambandi við kaup Þjóðverja á mexicanskri olíu. Utanríkisverzlun Þjóðverja hef- ir verið aukin á margvíslegan hátt með ýmiskonar aðgerðum af ríkisins hálfu. Vígbúnaðar Þjóð- verja þarf mikilla hráefna við og mörg þessara hráefna er að finna í Suður-Ameríku. Gagnkvæm verzlun við Suður-Ameríku-ríkin var því nauðsynleg. Ef sú verzlun þreifst ekki með venjulegum að- ferðum, varð að hafa önnur ráð. — Ýmsar slíkar aðferðir valda stundum ónotalegum árekstrum

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.