Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 36

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 36
VAK A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Þýzkalandi. í annað skipti voru Bandaríkin nefnd „lýðveldi skarkalans“. Þá voru fregnir um það, að Bandaríkin legðu fram stórkostlegar upphæðir til þess að granda verzlunarsamtökum Þýzkalands og Brazilíu. Þeim að- gerðum skyldi sérstaklega stefna að því, að torvelda sölu á brazilí- anskri bómull. í öllum þessum fregnum, sem þeytt er út um himingeiminn, er jafnan farið mjög niðrandi orðum um andstæðar stjórnmálastefnur Þannig eru stjórnarráðstafanir Frakka, Englendinga, Spánverja og Rússa svertar á allar lundir og þeir menn, sem þar eru að verki, gerðir tortryggilegir og for- dæmdir. Á sama tíma eru dyggðir Hitlers, Mussolinis og Francos rómaðar hástöfunum, skýrt með hrifning frá innrás ítala í Abess- iníu, sigrum Japana í Kína, og loftárásum Francos á spanskar borgir. * Skipagöngur milli Þýzkalands og Suður-Ameríku fara dagvax- andi. Fyrsta flokks farþegaskip og flutningaskip, búin öllum nýj- ustu tækjum, sigla frjáls og ó- hindruð undir merki hakakross- ins yfir hið breiða haf. Á sama tíma fækkar skipum Bandaríkja- manna og Breta á þessum sömu leiðum, og skipafélög þeirra, sum vel þekkt, verða gjaldþrota. Ný- lega hefir Hamborg-Ameríkulín- an sett lúxusskipið „Patria“ í reglubundnar áætlunarferðir um 34 Panama til Colombia og annara borga á vesturströnd Suður- Ameríku. Skip þetta er langfull- komnast allra þeirra skipa, sem nú hafa fastar ferðir meðfram ströndum Suður-Ameríku. Þjóðverjar hafa gert allt, sem þeir geta, til þess að ýta undir loftsamgöngur milli Þýzkalands og Suður-Ameríku. Zeppelín- ferðum var haldið uppi hálfs- mánaðarlega um langt skeið. Póstflugvél fer frá Rio de Janerio á hverjum fimmtudegi og er í Berlín á sunnudag. Önnur fer gagnstæða leið á sama tíma. Sér- stakar farþega- og flutningaflug- vélar fóru svo oft á milli síðast- liðið ár, að samgöngur máttu heita daglegar. Það er eftirtekt- arvert, að borgin Lima á vestur- strönd Suður-Ameríku er nær Berlín en Bandaríkjunum, ef miðað er við samgöngur. Á sama hátt er Buenos Aires 2—3 dögum nær Berlín en New York, en Rio de Janeiro 4 dögum nær Berlín. Þetta eru staðreýndir, sem í kynningu og viðskiptum milli þjóða hafa meira að segja en margur hyggur. Þegar þetta er skrifað eru tveir fulltrúar Luft- hansafélagsins staddir í Suður- Ameríku og eru að semja um margþættar flugsamgöngur um öll Suður-Ameríku ríkin. Þjóðverjar vanda mjög til alls þess, sem þeir skipuleggja. Flug- vellir þeirra og útbúnaður allur þar að lútandi er það fullkomn- asta, sem þekkist í Suður-Amer- íku, og flugvélarnar með haka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.