Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 36
VAK A 2. árg. . Jan.-marz 1939
Þýzkalandi. í annað skipti voru
Bandaríkin nefnd „lýðveldi
skarkalans“. Þá voru fregnir um
það, að Bandaríkin legðu fram
stórkostlegar upphæðir til þess
að granda verzlunarsamtökum
Þýzkalands og Brazilíu. Þeim að-
gerðum skyldi sérstaklega stefna
að því, að torvelda sölu á brazilí-
anskri bómull.
í öllum þessum fregnum, sem
þeytt er út um himingeiminn, er
jafnan farið mjög niðrandi orðum
um andstæðar stjórnmálastefnur
Þannig eru stjórnarráðstafanir
Frakka, Englendinga, Spánverja
og Rússa svertar á allar lundir
og þeir menn, sem þar eru að
verki, gerðir tortryggilegir og for-
dæmdir. Á sama tíma eru dyggðir
Hitlers, Mussolinis og Francos
rómaðar hástöfunum, skýrt með
hrifning frá innrás ítala í Abess-
iníu, sigrum Japana í Kína, og
loftárásum Francos á spanskar
borgir.
*
Skipagöngur milli Þýzkalands
og Suður-Ameríku fara dagvax-
andi. Fyrsta flokks farþegaskip
og flutningaskip, búin öllum nýj-
ustu tækjum, sigla frjáls og ó-
hindruð undir merki hakakross-
ins yfir hið breiða haf. Á sama
tíma fækkar skipum Bandaríkja-
manna og Breta á þessum sömu
leiðum, og skipafélög þeirra, sum
vel þekkt, verða gjaldþrota. Ný-
lega hefir Hamborg-Ameríkulín-
an sett lúxusskipið „Patria“ í
reglubundnar áætlunarferðir um
34
Panama til Colombia og annara
borga á vesturströnd Suður-
Ameríku. Skip þetta er langfull-
komnast allra þeirra skipa, sem
nú hafa fastar ferðir meðfram
ströndum Suður-Ameríku.
Þjóðverjar hafa gert allt, sem
þeir geta, til þess að ýta undir
loftsamgöngur milli Þýzkalands
og Suður-Ameríku. Zeppelín-
ferðum var haldið uppi hálfs-
mánaðarlega um langt skeið.
Póstflugvél fer frá Rio de Janerio
á hverjum fimmtudegi og er í
Berlín á sunnudag. Önnur fer
gagnstæða leið á sama tíma. Sér-
stakar farþega- og flutningaflug-
vélar fóru svo oft á milli síðast-
liðið ár, að samgöngur máttu
heita daglegar. Það er eftirtekt-
arvert, að borgin Lima á vestur-
strönd Suður-Ameríku er nær
Berlín en Bandaríkjunum, ef
miðað er við samgöngur. Á sama
hátt er Buenos Aires 2—3 dögum
nær Berlín en New York, en Rio
de Janeiro 4 dögum nær Berlín.
Þetta eru staðreýndir, sem í
kynningu og viðskiptum milli
þjóða hafa meira að segja en
margur hyggur. Þegar þetta er
skrifað eru tveir fulltrúar Luft-
hansafélagsins staddir í Suður-
Ameríku og eru að semja um
margþættar flugsamgöngur um
öll Suður-Ameríku ríkin.
Þjóðverjar vanda mjög til alls
þess, sem þeir skipuleggja. Flug-
vellir þeirra og útbúnaður allur
þar að lútandi er það fullkomn-
asta, sem þekkist í Suður-Amer-
íku, og flugvélarnar með haka-