Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 37
2. árg. . Jan.-marz 1939 VAK A
krossmerkinu halda þar meti í ör-
uggum flugferðum.
*
Útþensla Þýzkalands í verzlun,
samgöngum, fréttaflutningi, flug-
málum og útbreiðslu á lífsskoð-
unum valdhafanna og stjórnar-
háttum, eru meginþættirnir í
stefnuskrá Hitlers um „andlega
einingu kynstofnsins“, og hefir
djúptæk áhrif frá pólitísku og
hernaðarlegu sjónarmiði.
Stofnun sú í Þýzkalandi, sem
kallast „Skipulagning og land-
nám“, heldur uppi skóla fyrir út-
flytjendur til Suður-Ameríku.
Nemendurnir leggja þar stund á
spönsku og portúgölsku, spanska
menningarsögu og viðskipta-
landafræði. Þeir eru einnig skól-
aðir í meira og minna dularfull-
um nazistiskum lífsskoðunum,
sem meðal annars birtast í kyn-
flokkapólitík og dýrkun forríkis-
ins (superstate). Eftir skólagöng-
una eru menn þessir ekki aðeins
duglegir talsmenn þýzkra verzl-
unarviðskipta, heldur einnig
raunverulegir sendiboðar Hitlers.
Til viðbótar þessu námi er sér-
stakt sex mánaða námskeið í ut-
anríkismálum. Námskeið þetta
miðar sérstaklega að því að búa
menn undir „hættulegt“ nágrenni
við annað stjórnarfar og lífsskoð-
anir, svo sem lýðræði og komm-
únisma. Þá er þar einnig kennd
almenn framkoma, íþróttir, leik-
ir o. fl. o. fl.
Einungis útvaldir menn fá þó
aðgang að námskeiðum þessum,
en að loknu námi er þeim tryggð
staða í erlendum Gestapo, eða
annara þýzkra leynistofnana, eða
þá á erlendum skrifstofum þýzkra
firma, sem krafizt er að veiti slík-
um mönnum viðtöku.
Ríkið stendur ætíð á bak við
þessa útvöldu menn. Meðan þeir
eru trúir í stöðum sínum er þeim
ekkert of gott. Börn þeirra fá
ókeypis skólagöngu, þeir fá ó-
keypis læknishjálp, peningalán
eða aðra aðstoð eftir atvikum.
Þeir eru jafnan vel birgir af alls-
konar lesmáli til útbýtingar,
kvikmyndum til sýningar á sam-
komum, allt í fullu samræmi við
hinn þýzka anda.
Þýzkir menn, sem eru borgarar
annara landa, eru undir hand-
leiðslu dr. Hans Steichner*).
Starf hans er fólgið í því, að sjá
um, að þeir sameinist ekki um of
þjóðum fósturlandanna.
Allir Þjóðverjar, hvar sem þeir
búa á hnettinum, eiga að vera
hluti af kynstofni fósturlandsins.
Það er fullyrt, að „þýzkir ætt-
stofnar utan heimalandsins sýni
„foringjanum" (der Fúhrer) djúpa
lotningu. Þeir finna þá einingu,
sem blóðböndin skapa og er
grundvöllur hins nýja þýzka lífs-
máttar“.
Um alla Suður-Ameríku er
fjöldi af „Bund“ og öðrum þýzk-
um æsku- og þjóðræknisfélögum,
sem flestöll fá fjárhagslega og
*) Nú skipar prófessor Karl E. Nik.
Haushofer þessa stöðu. — Þýð.
35