Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 38

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 38
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 andlega aðstoð frá Þýzkalandi. Eitt af þessum „Bund“ í bænum Coli í Colombia við landamæri Panama lætur meðlimi sína stunda reglulegar heræfingar. Þýzkaland hefir tekið íþrótt- irnar mjög kröftuglega í sína þjónustu. í íþróttamálum er jafn- vel sérstök utanríkismáladeild undir stjórn Schulenberg hertoga. Heiðursmerki fyrir íþróttir og líkamleg afrek og gjörvileika fá vitanlega einungis þeir, sem í „anda og sannleika“ eru tengdir hinu nýja Þýzkalandi. Þau eru notuð sem agn fyrir börn og ung- linga og hafa sín áhrif. Schulen- berg hefir fjölda íþróttamanna og íþróttafræðinga yfir að ráða, sem sífellt básúna kenningar sín- ar um íþróttir, karlmennsku og nazisma og senda þær á bylgjum útvarpsins til hinnar fjarlægu heimsálfu. í Brazilíu, Argentínu og mörg- um öðrum ríkjum Suður-Ameríku hefir önnur og þriðja kynslóðin, afkomendur þýzkra innflytjenda, verið „endurheimt", sem kallað er, þeir hafa aftur fengið andlegt heimkynni innan vébanda ný- þýzkrar menningar. Þess er getið til, að í Brazilíu muni innan skamms myndazt hálfsjálfstætt ríki þýzkra manna. Sendiherraskrifstofur Þýzka- lands í Suður-Ameríku hafa flestar einskonar aukaskrifstofur, þar sem vitanlega er starfað að útbreiðslu nazismans. Sendiboðar Þýzkalands geta unnið þar ó- áreittir í helgi sendiherraskrif- 36 stofanna. Þeir semja þar skýrslur sínar og skrár og þeir eru í beinu sambandi við hina þekktu leyni- lögreglu Þýzkalands, Gestopo. Fulltrúar Gestapo ferðast í margskonar dulargervum um Suður-Ameríku. Sumir þeirra eru verzlunarmenn eða sérfræðingar og hafa þar fasta búsetu. Þeir gefa fyrst og fremst upplýsingar um alla menn af þýzkum ættum í sínú umdæmi og alla andúð eða mótspyrnu gegn nazistiskum kenningum yfirleitt. Á þennan hátt getur Þýzkaiand fylgzt með öllu, sem er áð gerast í fjarlæg- ustu löndum. Það veit, hvenær á að herða á skrúfunum. Eftir þrí- veldasamninginn milli Þjóðverja, ítala og Japana, hefir ýmislegt komið fram, sem bendir til sam- vinnu milli leynierindreka þess- ara þjóða. * Barátta nazismans er þannig ekki einungis barátta um þýzka verzlun, heldur einnig barátta um líkama og sál allra manna af þýzkum ættum, sem búsettir eru í Suður-Ameríku. Að Gyðingum einum undanskildum, má svo heita, að þessi barátta hafi haft áhrif í flestöllum tilfellum, jafn- vel þó að andnazistiska blaðið „Argentinisches Tageblatt“ sé enn gefið út. Nýlega var gerð tilraun til að brenna hús það, sem blaðið hefir í bækistöð sína. Þýzkir kaupmenn hafa nauðug- ir viljugir orðið að beygja sig und- ir hið þýzka áhrifavald. Þeir, sem

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.