Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 41
2. árg. . Jan.-marz 1929 VAKA
Gunnar Þórðarson:
•
Byg'gðahveríl
Svo segir Land-
námabók, „at
landit yrði albyggt
á sex tygum vetra,
svá at eigi hefir
síðan orðið fjöl-
byggðara“. Og allt
fram á þennan dag
mun mega segja, að þessi ummæli
standi óhögguð, hvað snertir
byggingu sveitanna. Oft hefir að
vísu verið reynt að færa byggð-
ina út, en árangurinn hefir jafn-
an orðið lítill. Þeir, sem jarðirnar
áttu, hafa ógjarna viljað skerða
afnotarétt sinn til þeirra með
því að skipta þeim, og auk þess
bera ýmis lagaákvæði fyrri tíma
með sér, að býlafjölgun hefir ekki
verið talin æskileg. Þeir, sem vildu
reisa að nýju býli í sveitum lands-
ins, urðu því að leita fram til
fjalla. Þar lögðust óblíð öræfa-
veðrátta og margháttaðir örðug-
leikar afdalabyggðar á eitt um
að gera landnemanum erfitt
fyrir. Saga þessara útvarða ís-
lenvkra byggða endaði því mjög
á tvo vegu. Þeir önduðust, oftast
fyrir aldar fram, eftir að hafa
háð látlausa og
harðvítuga baráttu
án þess að hljóta
þau erfiðislaun, er
þeir væntu, eða
þeir hopuðu af
hólmi, gáfust upp
fyrir örðugleikun-
um, sem virtust ósigrandi.
Það mun einróma álit allra vit-
urra manna, að blómlegur land-
búnaður, sem stendur traustum
fótum, sé frumskilyrði fyrir vel-
ferð hverrar þjóðar. Jónas Hall-
grímsson taldi traustan horn-
stein höfuðskilyrði fyrir varanleik
hárra sala og kjörvið einn hæfan
í skipskili. Bónda telur hann bú-
stólpa, bú landstólpa og landbún-
aðinn því meginöryggi andlegs
og efnalegs gengis hverrar þjóðar.
Það er yfirleitt talið, að hér á
landi geti mun fleiri menn byggt
lífsafkomu sína á landbúnaði en
nú er. Og það hefir nokkuð verið
gert til þess að fylgja fram þess-
ari skoðun. Gerðar hafa verið
ákveðnar tilraunir til að greiða
fyrir býlafjölgun í landinu. —
39
Bú es betra
an biðja sé,
halur es heima hver,
blóðugt es hjarta
þeims biðja skal
sér í mal hvert matar.