Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 42

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 42
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Stofnaður hefir verið svokall- aður Nýbýlasjóður, sem veitir styrki og lán til stofnunar nýbýla. Á þeim fáu árum, sem sjóðurinn hefir starfað, hefir hann styrkt og lánað fé til stofn- unar 160 býla. Og áður en hann var stofnaður hafði ríkið styrkt 40 býli. Um þetta er í sjálfu sér gott eitt að segja. En þó verður ekki gengið fram hjá því, að ráðstaf- anir af hálfu hins opinbera um býla og fólksfjölgun í sveitum, hafa ekki fullkomlega náð til- gangi sínum. Nýju býlin hafa mörg til að bera sömu ókost- ina og verið hafa mestu mein landbúnaðarins allt frá önd- verðu: Einangrun, fámenni á heimilunum, lítið ræktað land, vöntun á stærri og fljótvirkari landbúnaðarverkfærum, og köld húsakynni. En þrátt fyrir það, þótt ekki hafi verið gengið jafn gagngert til verks í þessum efnum og þörf er á, er langt frá að fullnægt hafi verið eftirspurn um aðstoð við myndun nýrra býla. Sýnir það betur en nokkuð annað, að hér er full þörf víðtækra aðgerða og stefnubreytinga í þessum mál- um. Það má að vísu ekki leggja minni áherzlu á býlafjölgun, en gert hefir verið. En aðalúrlausn í þessum efnum tel ég stofnun byggðahverfa. Ríkisvaldið verður að beina meira fjármagni til býlafjölgunar en nú er gert. Leiðin, sem á að fara til þess að fjölga verulega fólki í sveitum 40 landsins, er myndun fjölmennra byggðahverfa. Þeim yrði valin staður, þar sem skilyrði væru góð; gott, frjósamt og auðræktanlegt land; samband við síma- og vega- kerfi; góð aðstaða til að reisa afl- stöðvar, sem hituðu og lýstu hí- býli manna og dýra, og veittu orku til margskonar starfsemi; jarðhiti, sem skapar fágæta að- stöðu við ýmiskonar ræktun; góð engjalönd; skilyrði til áveitu, kartöfluræktar, móvinnslu og margs annars, sem of langt mál yrði upp að telja. Auk þessa skapar þéttbýlið mögu- leika á sameiginlegum afnotum af öllum stærri landbúnaðarverk- færum og ýmsum menningar- tækjum, og félagslíf allt yrði auð- veldara og skemmtilegra. Ríkið verður að sjálfsögðu að hafa á hendi forgöngu og fram- kvæmd í þessum málum. Jafn stórfelld átök og hér verða að eiga sér stað verða ekki gerð nema ríkisvaldið eigi þar drýgstan þátt að. Ég geng þess að vísu ekki dul- inn, að upp muni skjóta röddum um það, að ríkið geti þetta ekki, fjárhag þess sé þann veg farið. En þeim góðu mönnum, sem þannig hugsa, vil ég segja þetta: Ráðgert er að láta smíða á þessu ári eitt til tvö nýtízku far- þegaskip, sem búizt er við að kosti samtals svo miljónum kr. skiptir. Við höfum nýskeð lagt í kostnað, sem nemur hundruðum þúsunda króna vegna stækkunar á út- varpstöð okkar. Við höfum varið of fjár til byggingar þjóðleikhúss

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.