Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 44

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 44
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 og mun aldrei geta átt sér stað, nema landnemarnir leggi nokkuð á sig. Hér á sér stað landnám í vissum skilningi. Það er fram- kvæmt í þágu einstaklinga og heildar, þess vegna hljóta hæði einstaklingarnir og heildin að bera byrðarnar af því sameigin- lega. Ef til vill segja einhverjir, að það sé ekki fýsilegt fyrir unga menn að eyða tíma og starfs- orku til þessara hluta, samtímis því sem jarðir, er áður voru byggðar, leggjast í auðn. En því er til að svara, að hér gegnir allt öðru máli. Aðstaða til búreksturs á afskekktum jörðum, illa rækt- uðum, einangruðum og erfiðum, er svo gerólík þeirri aðstöðu, sem skapast í fjölmennum byggða- hverfum, reistum við þau skil- yrði, er áður getur, að þar getur ekki verið um neinn samanburð að ræða. í byggðahverfunum yrði eink- um lögð stund á nautgriparækt og mjólk því aðalframleiðsluvar- an. Markaður fyrir mjólkurvörur er nægur enn. Smjörvöntun er nú svo mikil, að ekki er hægt að blanda smjörlíki með smjöri eins og lög mæla fyrir. Framleiðslu á mjólkurdufti, sem síðan væri einkum notað til brauðgterðar, ætti að hefjast í stórum stíl. Með því vinnst tvennt: Aukinn mark- aður fyrir innlenda framleiðslu og ein aðalfæðutegund okkar gerð hollari og bætiefnaríkari. Sætir mikilli furðu, hvílíkt tóm- læti ríkir um það mál. Garðrækt 42 yrði mikið stunduð í byggðahverf- unum, ennfremur loðdýrarækt, og margskonar iðnaður mundi rísa þar upp. Þá má og nefna hey- mjölsvinnslu, sem aðrar þjóðir eru nú farnar að stunda með góð- um árangri. Er full ástæða til fyrir okkur íslendinga að gefa rækilega gaum að þeirri nýjung. Með framleiðslu heymjöls ætti að vera hægt að taka að miklu leyti fyrir innflutning á erlendu kraftfóðri, samtímis því, sem hér er hafin ný framleiðslugrein. Eitt af stærstu atriðunum í sambandi við stofnun byggða- hverfanna, eru byggingamál þeirra. fslenzka þjóðin er undir þá sök seld, að eiga ekki í landi sínu haldgóð byggingarefni. Af þeim ástæðum verða varanlegar byggingar tilfinnanlega dýrar. Lengst af hefir þjóðin reist megin þorra húsa sinna úr torfi, grjóti og timbri. Þær byggingar eru ekki endingargóðar. Hver kynslóð hef- ir orðið að reisa sér hús og í það eyðzt meira fé og starfsorka en góðu hófi gegnir. Á yfirstandandi öld fékk þjóðin meira fé handa á milli en hún átti áður að venj- ast. Eitt af því, sem hún vildi veita sér fyrir fjármunina, voru varanleg hús, sem gengið gætu í arf til óborinna kynslóða. En ég hygg, að í þessu efni höfum við ekki gætt hófs. Það er auðvitað gott að eignast endingargóðar byggingar, en það er því aðeins æskilegt, að hægt sé að veita sér þau gæði, að það sé þjóðinni

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.