Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 45

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 45
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A raunverulega að skaðlausu. Og það verður ekki sagt um bygging- arnar. Nú, þegar atvinnuvegir þjóðarinnar eru stórlega lamaðir og skuldabyrði þjóðar og einstak- linga ískyggilega mikil, væri okk- ur betra að eiga togara og vél- báta í stað glæsilegra „villu“- bygginga í kaupstöðum, einkum höfuðborginni, og meira ræktað land í sveitum í stað kuldalegra steinbygginga, sem standa i litl- um og illa ræktuðum túnum. Byggingar byggðahverfanna eru því vandamál í tvennum skilningi. Þær eru vandamál á sama hátt og byggingar hafa á- vallt verið vandamál fyrir íslend- inga og þær eru sérstakt vanda- mál nútímans vegna misstiginna spora í byggingarmálum almennt. En mín tillaga er í stuttu máli þessi: Húsakostur byggðahverf- anna á ekki að miðast við það, að byggingarnar standi um ár og aldur, að þar þurfi naumast að taka til hendi framar, öðru vísi þá en til viðbótarbygginga. Bygg- ingarnar eiga fyrst og fremst að vera bráðabirgðabyggingar. En það er sjálfsagt að reisa þær að verulegu leyti úr efni, sem nota mætti í aðrar byggingar, s. s. timbri og járni. Framtíðarbygg- ingarnar yrðu reistar smátt og smátt. Bóndinn mundi vinna að þeim í hjáverkum sínum með að- stoð og undir eftirliti byggingar- fróðs manns, er hið opinbera legði til. Þéttbýlið skapar einmitt ágæt starfsskilyrði fyrir slíkan ráðu- naut. Vera má, að mönnum finnist þetta fjarstæða, en ég neita því að svo sé. Með stofnun byggðahverfanna hefjum við landnám. Landnámsmenn byrja ekki á því að reisa sér skrautleg híbýli, heldur á því að tryggja afkomumöguleika sína í hinu nýja landnámi. Landar okk- ar, sem námu land í Vesturheimi og gátu sér fyrir góðan orðstír, reistu sér lítilfjörlega bjálkakofa til íbúðar, en lögðu alla orku sína í að fella skóginn og rækta jörð- ina, því að ræktunin var undir- staðan að afkomu þeirra. Sama máli gegnir hér. Ræktunin er undirstaða landbúnaðarins, hvar sem er á jörðinni. Og engin bygg- ing verður varanleg án traustrar undirstöðu. Glæsileg hús skapa ekki skilyrði til lífvænlegrar af- komu í byggðahverfunum. Landnema, sem byrjaði á því að byggja sér stórt og varanlegt hús, í stað þess að yrkja jörðina og afla sér nauðsynlegra gagna til þeirrar framleiðslu, sem af- koma hans á að byggjast á, væri líkt farið og manni, sem smíðaði þak á hús sitt, áður en hann reisti undirstöður þess. Og hver myndi ekki brosa að slíkum manni? En hið raunalega er, að einmitt þetta sjónarmið virðist hafa átt hér mikil ítök. í nýbýlalögunum er ákvæði, sem til tekur hámark þess hluta styrksins, sem verja má til ræktunar á hinu nýja býli, í stað þess að setja ákvæði um lágmark þeirrar upphæðar. Af- leiðingarnar tala sínu máli. Á langflestum þeim nýbýlum, sem 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.