Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 50
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939
lSækiir
Merkir samtíðarmenn nefnist 4. bindi af Komandi ár, eftir
Jónas Jónsson. Bókin inniheldur þrjátíu
og tvær minningargreinar, og eru flestar greinarnar dánarminningar.
Hin alkunna ritsnilld höfundarins nýtur sín vel í þessari bók, sem er
mjög skemmtileg aflestrar. Auk þess geymir hún merkileg drög að
sögu mesta framfaratímabils íslenzku þjóðarinnar. — Útgefandinn
er Samband ungra Framsóknarmanna.
Læknirinn eftir Victor Heiser, er starfssaga athafnamikils læknis,
sem leggur á margt gerva hönd og kemur víða við sögu.
Bókin er skemmtileg aflestrar, full af æfintýrum og furðulegum at-
burðum, en nokkuð reyfarakennd á köflum. — Þýðandi er Freysteinn
Gunnarsson en ísafoldarprentsmiðja útgefandi.
Belgjurtir heitir myndarlegt rit, sem Áburðarsala rikisins sendir frá
sér. Höfundurinn er Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri.
í bókinni er að finna fræðilegt yfirlit um belgjurtirnar, eðli þeirra,
eiginleika og þýðingu fyrir ræktunina. Síðan segir frá aðalárangri 9 ára
fræðilegra tilrauna með ræktun belgjurta og um hagnýtingu þessara
jurta.
Undir heiðum himni, ljóðabók eftir Jón Þórðarson frá Borgarholti,
kom út fyrir síðustu jól. Kvæðin fjalla flest
um nátturu landsins, ferðalög og útilíf. Þau eru flest snotur, en tilþrif
eru lítil í þeim. Höfundurinn er ekki líklegur til að setjast á bekk með
stórskáldum þjóðarinnar, þótt eigi sé ólíklegt, að honum vaxi nokkuð
ásmegin hér eftir.
En innan skamms áttar hin
heilbrigða æska í landinu sig til
fulls á því, að í Vöku eru sett full-
komin grið milli lýðræðisflokk-
anna. Og þá byrjar æskan að
fylkja liði um hin sameiginlegu
áhugamál okkar íslendinga, sem
eiga ættjörð. Vökumenn fylkja
liði undir fána, sem heitir Hvít-
bláinn. Þeir hafa hersöng með
hinum ódauðlegu ljóðlínum um
þetta fagra merki:
... djúv sem blámi himinhœða,
hrein sem jökultindsins brún.
Og síðan byrjar hið víðfeðma
starf: Efling heimilanna. Vernd-
un móðurmálsins. Barátta fyrir
48
frelsi og sjálfstæði. Barátta við
eitur áfengis og ofbeldis. Barátta
fyrir andlegri sameiningu og
manndómi hins íslenzka kyn-
stofns.
Hér eru nefnd nokkur einkenni
í hinni nýju heitu lífstrú æsk-
unnar í landinu. Næsta vetur mun
Vökumannahreyfingin halda inn-
reið sína í alla skóla landsins, þar
sem eitur ofbeldishugsjóna, á-
fengis eða svefns hins dáðlausa
sofandi sljóleika hefir ekki gegn-
sýrt sálir nemenda og kennara.
Þá reynir á, hve víða sú þrenning
á sér vígi, sem geta staðizt hina
heitu lífstrú Vökumanna.