Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 52

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 52
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 Kornmatur hefir verið notaður til viðurværis frá því sögur hófust, en það er hreint ekki langt síðan, að hrauðið varð „vort dag- lega brauð“. Korntegundirnar hafa breiðzt til okkar frá vestan- verðri Asíu, frá Persíu, Turkestan og Kákasus. Hveiti og bygg var ræktað við vestanvert Miðjarðar- hafið á eldra steinaldartímanum, fyrir 8—10 þús. árum. Rúgur og hafrar komu síðar til Norðurálfu og aðrar leiðir. Rúg- urinn nam fyrst land við Svarta- hafið. Minjar hafa fundizt um rúg í Suður-Frakklandi um 5000 f. Kr., en ræktun hófst ekki fyrr en síðar. Fornfræðingar hafa fundið einkennilegt samband milli rúgsins og hveitisins. í hinu heita loftslagi Asíu vex rúgurinn sem illgresi meðal hveitisins. Og sennilega hefir hann þannig flutzt með hveitinu sem óboðinn gestur til norðlægari landa og óblíðari veðráttu, þar sem hann sigraði hveitið og tók sjálfur völd- in. Þessi „bylting" mun hafa átt sér stað á ströndum Svartahafs- ins. í fornum gröfum í Egyptalandi hafa hveiti- og byggkorn geymzt til vorra daga. Til eru nákvæmar lýsingar á kornrækt í Egyptalandi til forna. Allir kannast við frá- sögn biblíunnar af Jósef, sem Faraó setti til að safna hveiti í kornhlöður ríkisins. í Kína var farið að rækta hveiti um 3000 árum f. Kr. Forfeður vorir tóku snemma að nota kornmat sem fæðu. Fyrst 50 hefir kornið að líkindum verið etið eins og það kom fyrir úr öx- unum. En áður en sögur fara af, komust formæður okkar á lag með að glóðbaka kornið. Við það féll hismið af og kornið varð auð- mulið í hrat. Sennilega hefir ekki þurft nema 10—20 kynslóðir hús- mæðra til þess að stíga næsta sporið — að gera graut eða deig úr hratinu. Næst verður flatbrauðið til. Lítil deigkaka bökuð í öskuglóð var sennilega upphaf þess. Á brons- tímanum hér í álfu var etið flat- brauð. Það gerðu líka Babýlóníu- menn, Egyptar og Hebrear. Brauðið var bakað úr stórgerðu og mjög votu deigi, sem var flatt út í þunnar kökur, svo að það bak- aðist betur. Flatbrauðið þurfti ekki að „hefja sig“. Það mátti baka án þess að nota súrdeig eða ger. Deig úr hveitimjöli er fljótt til að „hefja sig“. Hversvegna? — Hveitið er auðugt að eggjahvítu- efnum þeim, er „glutirí' nefnast, sem gera deigið seigt og hindrar að það klessis. Hveitibrauð verður því létt í sér og gljúpt. í rúginum er minna „glútín“. í byggi og höfr- um er það mjög lítið. Því er varla hægt að gera annað en flatbrauð úr þeim. En bragðgott er það engu að síður. í Kákasus, Armeníu og Persíu er það notað enn í dag. Um norðanverða Evrópu sömuleiðis. Flatbrauðið er með elztu minj- um frá steinöldinni á Norðurlönd- um. Brauðmolar, sem fundizt hafa í foraldargröfum eru ekki að neinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.