Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 54
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939
brauðið í grautar stað, í Litlu-
Asíu hirsbrauð og loks tekur hrís-
grjónagrauturinn við hjá Kín-
verjum og Japönum.
Nú á tímum er hveitið bjarg-
ræði fyrir 400—500 milj. manna
í Evrópu, Ameríku og Indlandi,
en 500—600 milj. Asíubúa lifa af
hrísgrjónum. Auk þess lifa 100—-
150 milj. manna í N.-Evrópu og
Rússlandi af rúgi, 50—70 milj.
í Suður- og Suðaustur-Evrópu,
Ameríku og Afríku af mais og
tugir miljóna í Indlandi, Kína,
Japan og Afríku af hirsi. Að öllu
samanlögðu lifir nær helmingur
mannkynsins á hveiti og rúgi,
en flestir hinna á hrísgrjónum,
hirsi og mais.
Allmargir þjóðflokkar þekkja
engar tegundir kornmatar. íbúar
Suðurhafseyja lifa mest af rótar-
hnúðum (,,brauðrót“). Ýmsir
þjóðflokkar í sunnanverðri Asiu,
Afríku, Ameríku lifa af rótum
ýmsra jurta eða banantegundum.
Á Malakka og víðar lifir fjöldi
fólks að miklu leyti á sagógrjón-
um, sem gerð eru úr merg sagó-
pálmans. Og loks má ekki gleyma
okkar ágætu og ómissandi jarð-
eplum.
Uppskerubrestur — hallæri.
Á þeim 10 þús. árum, sem við
vitum nokkur deili á, hefir mann-
kynið verið að læra að afla sér
viðurværis úr skauti jarðar. En
sagan um þau námsár er rauna-
saga. Meginhluti mannkynsins
hefir alla tíð lifað á barmi hall-
ærisins.
52
Almenn hungursneyð í stórum
stíl tilheyrir nú liðna tímanum
hér í álfu, en mjög nýlega liðnum
tíma, því að allar miðaldirnar
vofði hallærið yfir. Innan landa-
mæra á keisaradæmi Karlamagn-
úsar geisaði almenn hungursneyö
fjórum sinnum á 9. öld, tvisvar á
11. öld, fimm sinnum á 12 öld og
einu sinni á 13. öld. Auk þess
herjaði hungur í einstökum lönd-
um og héruðum. Rannsóknir hafa
leitt í ljós 276 hallæri á 600 ár-
um. Mátti því heita, að annaö-
hvort ár væri hungursneyð ein-
hversstaðar í Norðurálfunni.
Hallærið náði oftast yfir meira
en eitt ár í senn. Á fyrsta árinu
varð venjulega skepnufellir, svo
að akrarnir urðu ekki unnir né
sánir og oft var sáðkornið étið
upp. Venjulega át fólkið allt æti-
legt, sem það átti í fórum sínum
og fór síðan á vergang. Þegar rúg
og hafra þraut, var etið gras og
grænfóður og loks allt, sem tönn
á festi. Trjábörkur og jafnvel leir
var notaður í grauta og brauö.
í Frakklandi var fjall, sem ann-
álað var fyrir „nærandi" mold.
Klaustrin miðluðu oft af forða
sínum, en það hrökk skammt.
Stundum voru þau rænd af svelt-
andi mannfjölda.
í annálum er öðru hverju getið
um mannát. Á 9., 10. og 11. öld
er slíkra viðburða getið í Frakk-
landi, Belgíu og Þýzkalandi. Eftir
þann tíma er þeirra getið í Líf-
landi, Ungverjalandi, Bæheimi
og Póllandi.