Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 54

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Blaðsíða 54
V A K A 2. árg. . Jan.-marz 1939 brauðið í grautar stað, í Litlu- Asíu hirsbrauð og loks tekur hrís- grjónagrauturinn við hjá Kín- verjum og Japönum. Nú á tímum er hveitið bjarg- ræði fyrir 400—500 milj. manna í Evrópu, Ameríku og Indlandi, en 500—600 milj. Asíubúa lifa af hrísgrjónum. Auk þess lifa 100—- 150 milj. manna í N.-Evrópu og Rússlandi af rúgi, 50—70 milj. í Suður- og Suðaustur-Evrópu, Ameríku og Afríku af mais og tugir miljóna í Indlandi, Kína, Japan og Afríku af hirsi. Að öllu samanlögðu lifir nær helmingur mannkynsins á hveiti og rúgi, en flestir hinna á hrísgrjónum, hirsi og mais. Allmargir þjóðflokkar þekkja engar tegundir kornmatar. íbúar Suðurhafseyja lifa mest af rótar- hnúðum (,,brauðrót“). Ýmsir þjóðflokkar í sunnanverðri Asiu, Afríku, Ameríku lifa af rótum ýmsra jurta eða banantegundum. Á Malakka og víðar lifir fjöldi fólks að miklu leyti á sagógrjón- um, sem gerð eru úr merg sagó- pálmans. Og loks má ekki gleyma okkar ágætu og ómissandi jarð- eplum. Uppskerubrestur — hallæri. Á þeim 10 þús. árum, sem við vitum nokkur deili á, hefir mann- kynið verið að læra að afla sér viðurværis úr skauti jarðar. En sagan um þau námsár er rauna- saga. Meginhluti mannkynsins hefir alla tíð lifað á barmi hall- ærisins. 52 Almenn hungursneyð í stórum stíl tilheyrir nú liðna tímanum hér í álfu, en mjög nýlega liðnum tíma, því að allar miðaldirnar vofði hallærið yfir. Innan landa- mæra á keisaradæmi Karlamagn- úsar geisaði almenn hungursneyö fjórum sinnum á 9. öld, tvisvar á 11. öld, fimm sinnum á 12 öld og einu sinni á 13. öld. Auk þess herjaði hungur í einstökum lönd- um og héruðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós 276 hallæri á 600 ár- um. Mátti því heita, að annaö- hvort ár væri hungursneyð ein- hversstaðar í Norðurálfunni. Hallærið náði oftast yfir meira en eitt ár í senn. Á fyrsta árinu varð venjulega skepnufellir, svo að akrarnir urðu ekki unnir né sánir og oft var sáðkornið étið upp. Venjulega át fólkið allt æti- legt, sem það átti í fórum sínum og fór síðan á vergang. Þegar rúg og hafra þraut, var etið gras og grænfóður og loks allt, sem tönn á festi. Trjábörkur og jafnvel leir var notaður í grauta og brauö. í Frakklandi var fjall, sem ann- álað var fyrir „nærandi" mold. Klaustrin miðluðu oft af forða sínum, en það hrökk skammt. Stundum voru þau rænd af svelt- andi mannfjölda. í annálum er öðru hverju getið um mannát. Á 9., 10. og 11. öld er slíkra viðburða getið í Frakk- landi, Belgíu og Þýzkalandi. Eftir þann tíma er þeirra getið í Líf- landi, Ungverjalandi, Bæheimi og Póllandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.