Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 59

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 59
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A ódýrari korntegundir langar leið- ir. Nú eru flutningatæki þeim mun öflugri og ódýrari, að einnig rúgur, bygg, og maís er flutt yfir höfin. Þrátt fyrir það, er hveitið þó enn höfuðtegundin í allri kornverzlun. Hin mikla fjölgun í borgunum á síðari árum hefir aukið hveitineyzluna geysilega. Borgarbúinn, sem hefir kyrrsetur og etur mikið af kjöti, er sólginn í hveitibrauð. Árlega er fleytt um 18 milj. tonna hveitis og 3 milj. tonna hveitimjöls yfir úthöfin. Af maís eru hinsvegar fluttar 8 milj., af byggi 3.7 milj. og af rúgi aðeins 1.5 milj. tonna. Því nær allur þessi flutningur beinist til Evrópu. Þetta er því eftirtektarverðara, þegar þess er gætt, að hér í álfu er ræktaður þriðjungur af allri hveitifram- leiðslu heimsins. En jafnframt notar Evrópa um helming alls hveitis. Norður- og Suður-Amer- íka framleiða um helming af heimsforðanum, en eta aðeins lítinn hluta þess. Hitt er flutt út. Afríka og Asía eta eigin fram- leiðslu og flytja nokkuð inn í viðbót. Ástralía, sem aðeins fram- leiðir 2% af heimsforðanum get- ur samt flutt talsvert út. Heimurinn fær þannig hveiti úr nokkrum „kornforðabúrum“, sem er hæfilega dreift um álfurn- ar. Þótt uppskera bregðist í einni álfunni, fæst full uppskera í hin- um. Og auk þess skortir aldrei ferska uppskeru vegna þess, að „hið gullna ax“ nær fullþroska í hverjum mánuði einhvers staðar í heiminum. Hin fornu kornforðabúr. Elztu kornforðabúr heimsins eru við Miðjarðarhafið. í öllum þeim löndum hefir hveiti verið ræktað frá ómuna tíð. Fram á 19. öld var hveiti flutt út frá Egypta- landi, en nú fær það flutt inn. Mesta hveitiland Evrópu er Frakkland, einkum Norður- 57

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.