Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 60

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 60
VAKA 2. árg. . Jan.-marz 1939 Hveitiræktin í Evrópu. Punktarnir sýna hlutföllin milli þess, hve mikið er ræktað á hverjum stað. Frakkland. í Suður-Frakklandi er ræktunin á lægra stigi. Ítalía framleiðir mikið af hveiti, en fullnægir þó ekki eigin þörfum. Mest er hveitiræktin í Pódalnum og á Sikiley. í Þýzkalandi er jarðvegur yfir- leitt miður fallinn til hveitirækt- ar en í Frakklandi og öðrum hveitilöndum. Vegna aukinnar ræktunar og stórbættra aðferða hefir hveitiræktin aukizt svo, að hún nægir að miklu leyti eigin þörfum. Af norðlægari löndum rækta Holland, Danmörk, England og Suður-Svíþjóð nokkuð af hveiti. Hveitiuppskera Englands nægir hvergi nærri landinu. Framleiðsl- an er rúmlega 1 milj. tonna, en innflutningur nærri 6 milj., eða 58 þriðjungur af öllu því hveiti, sem til samans er útflutt frá öðrum löndum. Hið mikla hveitisvæði Evrópu byrjar í Ungverjalandi og nær þaðan austur um Suður-Rússland og langt austur fyrir Úralfjöll. Eftir því sem austar dregur verð- ur þurrviðrasamara og ræktun áhættusamari. En jafnframt verður hveitið harðara og auð- ugra að glútín-efnum, eða eins og bakararnir og makkarónuverk- smiðjurnar vilja hafa það. Fyrir stríðið flutti Rússland út óhemju af hveiti. Að haustinu streymdu hveitifarmarnir með járnbrautum og fljótabátum fram til Svartahafsins. Allir farmarnir flutu svo um Bospórus og Dar- danellasund vestur á bóginn. Þess

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.