Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 63

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 63
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A Kristján Einarsson frá Ðjúpalæk: Bæriun 111 i n 11 JYLér finnst ég vera í fjötrum oft og tíðum og fagna yfir hverri stund, sem dvín, og kysi helzt með aftanblœnum blíðum, að berast heim i œskulöndin min. Ég reika í huga vitt á vetrarkvöldum og venjulega staðar numið fœ á lágri strönd hjá ægisbláum öldum í óskadýrð við lítinn moldarbœ. Allt, sem ég ann, við þennan bœ er bundið og bernskuspor mín liggja kringum hann. Ég horfði þaðan seiddur út á sundið, er sólin bak við fjallahringinn rann. Mér fannt ég bergja af bikar gleði fullum, i blómasæng við vorsins ástaljóð, þvi œskan finnur nóg af nýjum gullum í náttúrunnar ótœmandi sjóð. Það vœri sœlast, fjarri heimsins harmi, við hafsins tign og dýrð að una sér, og hallast mega að blíðrar móður barmi, ef brandur ömurleikans hjartað sker. Ég vildi ég gæti björgum lífsins bifað og brotizt yfir örlaganna hjarn, og siðan frjáls við litla bœinn lifað, leikið mér og verið alltaf barn. 61

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.