Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 67

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 67
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A sofið vel,“ sagði unga konan með sinni þægilegu rödd. Síðan tók hún við tekönnunni af stúlkunni, hellti tei í bolla og tók sér stöðu framan við rekkjutjöldin. Lítil, mögur, gul hönd kom í ljós á milli þeirra og tók við bollanum. Unga konan hellti tei í annan bolla, sem einnig hvarf inn fyrir rekkju- tjöldin. Síðan lét hún ópíum í pipuna, hitaði hana og rétti síðan horuðu höndinni, sem í þriðja sinn birtist milli rekkjutjaldanna. Að þessu loknu hurfu þær, unga kon- an og stúlkan, á brott, en gamla vinnukonan varð eftir til þess að þjóna húsmóður sinni, þegar hún þyrfti á því að halda. Á hverjum morgni leysti unga konan þessi skyldustörf sín af hendi á nákvæmlega sama hátt. Að því loknu var hún vön að hverfa til síns eigin herbergis til þess að hjálpa börnunum í fötin. Að þessu sinni varð hún að koma í einn stað enn. Áður fyrr hafði hún auðvitað fært manni sínum te á sama hátt. Nú varð að sjálf- sögðu að taka þann sið upp að nýju, enda þótt einhver óljós vandræðakennd gripi hana að þessu sinni. Henni fannst, sem hún ætti að fara inn í herbergi ókunnugs manns. En hér var um skyldustarf að ræða. Hún kallaði því á stúlkuna: „Komdu með heitt vatn í skál og nýtilbúið te í könnu — vatn í beztu tinskálinni og te úr nýja, græna teinu.“ Þegar stúlkan kom, gekk hún ásamt henni til herbergis eigin- manns síns. Hún tók um hurðar- húninn en hurðin var læst. Þá sló hún létt á hurðina með flöt- um lófa. „Hver er þar?“ hrópaði maður hennar eins og honum hefði orðið hverft við. Hún varð óttaslegin, þegar hún heyrði þessa ungu og sterklegu rödd. Sjö löngum árum hafði hún eytt meðal gamalla tengdafor- eldra og lítilla barna sinna. Orkan í rödd ungs manns, sem hrópar upp, þegar eitthvað kemur flatt upp á hann, kom henni því ókunnlega fyrir eyru. Hurðin var nú opnuð skyndi- lega og Yuan stóð á þröskuldin- um. Augu hans báru þess ljósan vott, að hann var engan veginn útsofinn og svart hárið var mjög úfið. „Hvað er nú?“ spurði hann hálfönugur. „Teið þitt,“ stamaði kona hans. „Te!“ hrópaði hann. Svo brosti hann, strauk með hendinni yfir úfið hárið og geispaði. „Æijá, því hafði ég nú reyndar alveg gleymt! Komið samt með það inn. í öll þessi sjö ár hefði ég ekki í eitt skipti fengið það svona snemma." Svo varð honum litið á tinskál- ina. „Ég verð að fá meira vatn,“ sagði hann. „Ég er vanur að þvo mér um allan líkamann á hverj- um morgni. Kona hans leit undrandi á stúlkuna, sem var nýkomin úr sveit og vön að segja það, sem henni bjó í brjósti. „Það þarf nú meira en lítið vatn til þess,“ sagði hún hiklaust. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.