Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 67
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AK A
sofið vel,“ sagði unga konan með
sinni þægilegu rödd. Síðan tók
hún við tekönnunni af stúlkunni,
hellti tei í bolla og tók sér stöðu
framan við rekkjutjöldin. Lítil,
mögur, gul hönd kom í ljós á milli
þeirra og tók við bollanum. Unga
konan hellti tei í annan bolla, sem
einnig hvarf inn fyrir rekkju-
tjöldin. Síðan lét hún ópíum í
pipuna, hitaði hana og rétti síðan
horuðu höndinni, sem í þriðja sinn
birtist milli rekkjutjaldanna. Að
þessu loknu hurfu þær, unga kon-
an og stúlkan, á brott, en gamla
vinnukonan varð eftir til þess að
þjóna húsmóður sinni, þegar hún
þyrfti á því að halda.
Á hverjum morgni leysti unga
konan þessi skyldustörf sín af
hendi á nákvæmlega sama hátt.
Að því loknu var hún vön að
hverfa til síns eigin herbergis til
þess að hjálpa börnunum í fötin.
Að þessu sinni varð hún að koma
í einn stað enn. Áður fyrr hafði
hún auðvitað fært manni sínum
te á sama hátt. Nú varð að sjálf-
sögðu að taka þann sið upp að
nýju, enda þótt einhver óljós
vandræðakennd gripi hana að
þessu sinni. Henni fannst, sem
hún ætti að fara inn í herbergi
ókunnugs manns. En hér var um
skyldustarf að ræða. Hún kallaði
því á stúlkuna: „Komdu með heitt
vatn í skál og nýtilbúið te í könnu
— vatn í beztu tinskálinni og te
úr nýja, græna teinu.“
Þegar stúlkan kom, gekk hún
ásamt henni til herbergis eigin-
manns síns. Hún tók um hurðar-
húninn en hurðin var læst. Þá
sló hún létt á hurðina með flöt-
um lófa.
„Hver er þar?“ hrópaði maður
hennar eins og honum hefði orðið
hverft við.
Hún varð óttaslegin, þegar hún
heyrði þessa ungu og sterklegu
rödd. Sjö löngum árum hafði hún
eytt meðal gamalla tengdafor-
eldra og lítilla barna sinna. Orkan
í rödd ungs manns, sem hrópar
upp, þegar eitthvað kemur flatt
upp á hann, kom henni því
ókunnlega fyrir eyru.
Hurðin var nú opnuð skyndi-
lega og Yuan stóð á þröskuldin-
um. Augu hans báru þess ljósan
vott, að hann var engan veginn
útsofinn og svart hárið var mjög
úfið. „Hvað er nú?“ spurði hann
hálfönugur.
„Teið þitt,“ stamaði kona hans.
„Te!“ hrópaði hann. Svo brosti
hann, strauk með hendinni yfir
úfið hárið og geispaði. „Æijá,
því hafði ég nú reyndar alveg
gleymt! Komið samt með það inn.
í öll þessi sjö ár hefði ég ekki í
eitt skipti fengið það svona
snemma."
Svo varð honum litið á tinskál-
ina. „Ég verð að fá meira vatn,“
sagði hann. „Ég er vanur að þvo
mér um allan líkamann á hverj-
um morgni.
Kona hans leit undrandi á
stúlkuna, sem var nýkomin úr
sveit og vön að segja það, sem
henni bjó í brjósti.
„Það þarf nú meira en lítið vatn
til þess,“ sagði hún hiklaust.
65