Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 69

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Síða 69
2. árg. . Jan.-marz 1939 V AKÁ hönd. Nei, ég vona, að sonur minn gleymi því ekki!“ Þetta fékk svo mikið á hann, að hendur hans skulfu og augnaráðið varð annar. legt. Að endingu varð það þó kona Yuans, sem tók fullnaðarákvörð- unina í málinu. „Ég verð að breyta samkvæmt boðum húsbónda míns,“ sagði hún með blíðri, en ákveðinni rödd. „Við skulum haga þessu eins og hann hefir mælt fyrir.“ Það varð því úr, að fætur litlu stúlkunnar voru ekki reyrðir, enda þótt móðir hennar tæki mjög nærri sér að sjá þá vaxa og verða æ stærri. Hún reyndi því að draga ofurlítið úr vexti þeirra með því að láta litlu stúlkuna nota eins þrönga skó og framast var hægt. Þegar fyrirskipunin um nám drengsins kom, brást gamli mað- urinn engu betur við. „Ekki að læra Hinar fjórar bækur?“ sagði hann í örvæntingu sinni. „Ekki að þekkja hugsanamál meistarans Konfuciusar? Hvað á þá að læra?“ Gamli maðurinn hafði numið allar bækur Konfuciusar og hann var sannfærður um, að í þeim bókum væri sjálft réttlætið að finna. Hann lagði mikla alúð við að breyta samkvæmt boðum þeirra, því að það var leiðin til mannlegrar fullkomnunar. Þó var hann enginn öfgamaður, en leit- aðist hins vegar við að feta hinn gullna meðalveg. Honum lá því mjög á hjarta, að sonur hans og sonarsonur fetuðu „Hinn rétta veg.“ Að hans dómi skipti þetta engu máli hvað konur snerti. Þær voru einfaldar og andi þeirra staðnaður. Þess vegna vildi hann að þær fengju óáreittar að til- tilbiðja sína guði. Konur voru þannig gerðar, að fyrir þær gilti aðeins hið sýnilega og áþreifan- lega. „Sonarsonur minn á þá að vaxa upp án þekkingar á dyggðunum", sagði hann hátíðlega. En nú var svo lítið eftir af þeim tíma, sem Yuan ætlaði að dvelja utan lands, að ekki var hægt að skrifa honum, þess vegna biðu þau. Þetta höfðu verið alvarlegustu vandamálin, sem fyrir þau höfðu komið á þessum sjö árum — svo viðburðarsnautt hafði líf þeirra verið. Foreldrar ungu konunnar höfðu látist á þessu árabili, en hún var orðin þeim svo fjarlæg eftir giftinguna, að hún fann ekki til teljandi saknaðar. Hún undi hag sínum vel á heimili tengda- foreldranna, sem hún unni mjög á sinn hátt. Hún var guðunum óendanlega þakklát fyrir þá góðu tengdamóður, sem þeir höfðu gef- ið henni, því að hún vissi, að margar ungar stúlkur eignuðust grimmlyndar og eigingjarnar tengdamæður, sem einskisvirtu tengdadætur sínar. Hún gat því ekki hugsað sér betra hlutskipti en vera í návist tengdaforeldra sinna og rækja sínar skyldur við þau. Tengdaforeldrarnir voru einnig mjög ánægð með þessa tengda- dóttur, sem af mikilli nákvæmni 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.