Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 71

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Page 71
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A Það hafði móðir hans ekki gert til fullnustu fyrr en hann var fjögurra ára. Hinn var skyndi- legur og illkynjaður sjúkdómur, sem drengurinn hafði fengið fyrir tveimur árum síðan. Fyrir hug- skotssjónum hennar var þessi sjúkdómur það ægilegasta, sem fyrir hana hafði komið. Að morgni var hann glaður og heilbrigður, en um kvöldið var hann nálega meðvitundarlaus og þjáðist mjög af áköfum magaverkjum. Hann virtist hafa horazt afskaplega og líkaminn hans litli titraði af krampateygjum. Allir urðu ör- vinglaðir af skelfingu. Gamla frúin rauk í ofboði fótgangandi til mustersins, enda þótt hún stigi naumast í fæturna aðra tíma. Hún hét miklu silfri, ef lífi barns- ins yrði þyrmt. Hún fleygði sér niður á strábreiðuna frammi fyrir guðamóðurinni og sló aftur og aftur sínu gamla höfði niður í steingólfið í hofinu. Bænir hennar voru fluttar af þvílíkum trúar- hita og ákafa, að þær hlutu að hræra hvert einasta hjarta. Jafn- vel hinir ágjörnu prestar héldu að hún myndi látast af hugar- angri. Þeir reistu hana upp af gólfinu og sögðu: „Frú, þú hefir beðið. Gyðjan mun bænheyra þig. Farið bara — honum líður betur nú.“ En þegar hún kom heim, var allt við það sama. Varir drengs- ins voru bláar og neglurnar á fingrum hans svartar. Þá hrópaði Wang Ma, gamla vinnukonan, sem séð hafði á eftir sjö börnum sínum í dauðann: „Andi hans hefir villzt. Fljótt nú! Við verðum að ná andanum aft- ur!“ Hún kveikti í skyndi á ljós- keri, þaut út og bað móður drengsins að koma á eftir sér með frakka af honum. Þær hlutu og hlupu eftir óslétt- um götum og stígum. Wang Ma hélt ljóskerinu hátt og hrópaði í sífellu: „Barn, kom heim — kom heim!“ Móðirin veif- aði rauða frakkanum, sem dreng. urinn var í á hverjum degi, til þess að barnsandinn fengi tæki- færi til að þekkja frakkann og gæti því ratað heim aftur. Hversu oft hafði hún ekki séð og heyrt aðrar mæður í sömu kringum- stæðum. Þá hafði hún ávallt fyllzt skelfingu, en nú var það hún sjálf, sem leitaði að anda barnsins síns! — Allir, sem þær mættu, sögðu, fullir hluttekningar: „Ó, vonandi að barnið lifi!“ Leit þeirra og hróp varð ekki árangurslaus. Þegar þeir komu heim aftur, var gamli maðurinn að mata sonarson sinn á heitri kjötsúpu. Augu drengsins voru að vísu lokuð, en hann kingdi súp- unni. Andi hans hafði snúið heim aftur. Drengurinn varð albata á furðulega skömmum tíma. En það voru aðrir, sem ekki náðu sér jafn auðveldlega eftir ógnir þess- arar nætur. Gamli maðurinn var óeðlilega fölur í langan tíma og aftur og aftur þurfti hann að kalla drenginn til sín, þreifa á hraustlegum líkama hans og 69

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.