Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 73

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 73
2. árg. . Jan.-marz 1939 VAKA naumast trúað, en hann varð eigi að síður við óskum sonar síns. En móðir hans var ekki jafn fús til að veita sitt samþykki. „Nei, ekki fyrr en þú hefir eign- azt son, Yuan,“ sagði hún og var ófáanleg til að falla frá þeirri kröfu. „Hvernig á ég að eignast son?“ spurði hann hálft í spaugi, en gat þó ekki varizt því að roðna upp í hársrætur. „Ef til vill eignast hún aðeins stúlku- börn, eins og sumar aðrar konur. Og ekki get ég gefið frá mér alla framavon, þó að kona mín fæði mér enga syni.“ „Við verðum að hafa son þinn hér eftir, Yuan,“ sagði gamla frú- in ákveðin. „Þó að þú dæir í hin- um ókunnu löndum, hefðum við samt sem áður hold af þínu holdi og blóð af þínu blóði.“ Svo bætti hún við í mýkri tón: „Ég skal auka bænir mínar um son þér til handa um helming, og ég skal auka fórn- ir mínar um helming." „Ég kann þér þakkir fyrir það, móðir mín,“ sagði ungi maðurinn og hló stuttlega. „Ég vildi óska að ég væri eins sannfærður um að mér fæddist sonur, eins og þú ert.“ „Sonur minn, reynslan sýnir okkur, að guðirnir bænheyra okkur, ef við trúum á þá,“ sagði móðir hans mjög alvörugefin. Yuan lét talið falla við svo búið. Hann dirfðist ekki að segja móður sinni, að hann tryði ekki á hennar guði. Allt frá því hann var barn að aldri, hafði hann fyllzt skelf- ingu, þegar hann leit ófrýnilegar guðamyndirnar. Og hann hafði heldur aldrei vogað að skýra föður sínum frá, að hann tryði ekki kenningum Konfuciusar, er hann hafði innrætt honum. Þau hefðu vissulega fyllzt ör- væntingu, ef þau hefðu þekkt hjarta sonar síns. Að vísu var það ekki trúlaust, því að það trúði á stór og voldug herskip, sem þau kunnu engin deili á, það trúði á stórar og sterkar fallbyssur, á vel æfða heri og hvers konar afl. Hug- sjón hans var að skapa landi sínu og þjóð þvílík gæði sem þessi. í sjö ár hafði hann verið að nema, hvernig þessir hlutir eru búnir til. Og þótt hann væri nú kominn heim og dveldi meðal sinna nán- ustu vandamanna, duldist engu þeirra, að hann var breyttur. Hug- ur hans virtist ekki vera innan fornra veggja ættarheimkynnis- ins, jafnvel ekki þegar hann ræddi við þau eða hló með þeim. Hugur hans virtist alltaf vera bundinn öðrum stöðum, öðru lífi. Hann átti mjög annríkt við bréfaskriftir. Einn daginn fékk hann þrjú bréf, sem öllum var lokað með stórum innsiglum. Hann las þau þegjandi og skýrði engum frá efni þeirra. Þegar hið þriðja kom, stóð hann upp frá skrifborði sínu og gekk til föður síns, sem á þessum tíma dagsins blundaði í reyrstóli úti í garðin- um. Yuan nam staðar við stólinn og hóstaði lítið eitt. Gamli maðurinn vaknaði, en var lítið eitt utan við sig fyrst í stað. „Já, já,“ sagði hann. 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.