Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Side 77
2. árg. . Jan.-marz 1939 VAK A
urnar höfðu að flestu leyti ger-
breytzt, miðað við hina síðustu
tvo til þrjá ártugi. Þannig var við-
horfið, þegar Vökumenn hófu
göngu sína. Nýrra félagslegra á-
taka var vissulega þörf. Stofnun
Vökumannahreyfingarinnar var
þar hið nauðsynlega og eðlilega
svar. í slíku fólst eigi nein árás
á ungmennafélögin. Hér þurfti
að starfa á öðrum vettvangi held-
ur en þau höfðu helgað sér. í
starfi sínu höfðu þau jafnan
haslað sér völl utan hinnar
stjórnmálalegu baráttu. Og vafa-
samt var, hvort rétt væri að beit-
ast fyrir því, að þau tækju þar
upp nýja stefnu.
En hér var einmitt þörf stjórn
málalegra átaka til verndar lýð-
ræðinu og lýðræðisflokkunum í
landinu. Hinir erlendu og óþjóð-
legu öfgaflokkar leituðu nú hér
landsvistar og sóttu nokkuð á,
sérstaklega meðal hinna yngri
manna og kvenna. Markmið þeirra
og vinnubrögð eru með öllu
fjarlæg íslenzkri hygð og íslenzk-
um aðstæðum. Það getur aldrei
samræmzt íslenzkri þjóðarsál að
kropið sé að fótskör einvalds-
herranna eins og nú gera fylgj-
endur Hitlers og Stalins. íslenzka
þjóðin yrði þá eins og rótslitin
planta í nýjum og óhæfum jarð-
vegi.
Nei, hér mátti eigi fljóta sof-
andi að feigðar ósi. Það varð að
gera alvarlegri tilraun til að sam-
eina lýðræðisöflin í landinu —
ekki einungis til varnar — heldur
og til sóknar gegn þeim, sem kalla
vilja feigð á núverandi þjóðskipu-
lag. Allir lýðræðissinnar hlutu að
fagna slíkri tilraun — ungmenna-
félagar eigi síður en aðrir, því að
langmestur hluti þeirra, er ein-
dregið fylgjandi lýöræðinu. Það
var eðlilegt, að hin yngri kynslóð
myndaði hér brjóstfylkinguna til
sóknar og átaka. Æskan getur
ekki látið sig engu skipta, hversu
því ríki farnast, sem síðar á að
verða hennar óðalsland.
Vökumenn hófu líka starfsemi
sína í skólunum, þar sem ung-
mennafélögin voru ekki starfandi.
í þessum stofnunum höfðu ein-
ræðisstefnurnar látið allmikið
á sér bera, það var því eigi óeðli-
legt, þótt andófið gegn þeim væri
hafið þar. Hér hefir verið bent á
megin viðfangsefni Vökumanna:
Að fá sem allra flesta Íslendínga
til þess að slá skjaldðorg um lýð-
rœði og persónufrelsi í landinu.
Mörg önnur viðfangsefni munu
þeir einnig láta til sín taka. Þeir
munu berjast móti áfengisbölinu
og fyrir meiri háttprýði í allri
umgengni manna. Þeir munu
leitast við að kveðja sem bezt
hljóðs þeirri skoðun meðal yngri
kynslóðarinnar, að fyrr beri að
gera kröfur til sjálfs sín heldur
en annarra, hins opinbera. Einnig
vilja þeir vernda og styrkja
tengsl milli allra barna íslenzku
þjóðarinnar, hvar á hnettinum,
sem þau eru búsett.
Fleira skal eigi talið hér. Ung-
mennafélögin munu líka halda
áfram sinni margþættu menn-
75