Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 79

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.03.1939, Qupperneq 79
2. árg. . Jan.-marz 1939 V A K A Okkar á milli . . . Rabb milli ritstjórnar og lesenda. Kýr áfangi ú, þegar Vaka byrjar annað áriö, líta þeir, er að útgáfu hennar standa, í tvœr áttir. Þeir líta fyrst um öxl, en horfa síðan fram á veginn, skyggnast inn í framtíðina. Þegar ráðin var útgáfa Vöku á síðast- liðnu vori, duldist Vökumönnum ekki, að við ýmsa erfiðleika var að etja í þessu efni. Fólk er yfirleitt á einu máli um það, að íslenzku tímaritin séu frem- ur of mörg en of fá, og er það ekki að ástœðulausu. Útbreiðsla þeirra tímarita, er fyrir voru, var yfirleitt lítil og var því allt annað en vænlegt, frá fjár- hagslegu sjónarmiði séð, að stofna til útgáfu tímarits, sem verða átti um allt vandaðra en íslendingar eiga að venj- ast af tímaritum sínum. En því var treyst, að þjóðin teldi ekki ástœðulaust, að stofnað vœri til útgáfu tímarits, sem œtlaði sér annað hlutverk en það eitt að vera til skemmtunar eða vœri ríg- skorðað við að flytja mal einstakra stétta, flokka eða hagsmunahópa. Því var ekki trúað, að eigi vœri jarðvegur fyrir eitt tímarit á íslandi, sem rœddi þýðingarmestu mál samtimans, þjóðfé- lags — og menningarmál, á þeim víða vettvangi, er takmarkast af heill og hag- sœld allra góðra íslendinga. Þessar vonir hafa rœtzt. Eftir liálft ár var Vaka komin í fremstu röð ís- lenzkra tímarita hvað útbreiðslu snerti, og þegar þetta er ritað, heldur útbreiðsla hennar áfram að fara jafnt og stöðugt vaxandi. Virðist því flest benda til, að Vaka muni ekki hafa fyllt tveggja ára aldur, þegar hún verði orðið útbreidd- asta tímarit á íslandi. Fyrsti árgangur var prentaður í 2500 eintökum og er hann nú nálega þrotinn. Verður því uþplagið hœkkað að mun nú með byrj- un 2. árgangs. * Um framtíðarfyrirœtlanir í sambandi við Vöku skal sagt þetta: Það verður í engu slakað til um vandaðan frágang og gott útlit á ritinu. Mun þvert á móti verða lagt kapp á að bœta það frá því, sem nú er. Mega því kaupendurnir vera þess fullvissir, að Vaka verður, hér eftir sem hingað til, glœsilegust íslenzkra tímarita hvað ytra útlit snertir. Hvað efnisvali viðkemur verður í öllum aðal- atriðum haldið áfram á þeirri braut, sem þegar hefir verið mörkuð, i hverju hefti verður birt a. m. k. ein grein um hin tvö höfuðform stjórnskipu- lags, einrœði og lýðræði. Þœr greinar verða ekki ritaðar í anda öfga og slag- orða eins og andstœðingar lýðrœðisins eru vanir að flytja mál sitt, heldur verða þœr ritaðar af rólegri íhugun fœrustu manna, sem kjósa fremur að styðja mál sitt rökum en innantómum fullyrðing- um. Birtar verða yfirlitsgreinar um merka atburði, stefnur og straumhvörf í er- lendum málum. Þœr greinar verða ým- ist þýddar eða frumsamdar. Af öðru erlendu efni verða einkum fluttar grein- ar um nýjungar á sviði vísinda og tœkni. f því efni fylgjast tslendingar minna með en vert vœri. — Undir fyrirsögn- inni „Umhverfis jörðina“ verða fluttar stuttar frásagnir um menn og málefni, lönd og þjóðir víðsvegar í veröldinni. Ennfremur útdrœttir úr greinum í er- lendum blöðum og tímaritum, sem orðið geta til skemmtunar og fróðleiks fyrir íslenzka lesendur. Meginhluti af efni ritsins verða frum- samdar greinar um íslenzk málefni. — Rædd verða vandamál og viðfangsefni líðandi stundar og bornar fram jákvœð- ar tillögur í öllum þýðingarmeiri mál- um. f þessu efni nýtur Vaka stuðnings fjölda ritfœrra og glöggsýnna manna. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.